Blómakrans III

Hérna koma síðustu myndirnar úr myndatökunni sem við Hether gerðum í skítakulda í byrjun janúar. Myndirnar hérna að ofan eru teknar á Laugarnestanga.
Myndirnar að neðan eru teknar í Heiðmörk eins og myndirnar sem ég birti bæði HÉR og HÉR 
Núna mætti blessaða vorið gjarnan fara að kíkja í heimsókn !
Finnst þetta alveg komið gott af frosti, snjó og kulda. Var frekar hissa þegar ég vaknaði og leit út um gluggan í morgun og sá að það var allt hvítt - enn eina ferðina :(
....en ætli maður þurfi ekki að vera þolinmóður og bíða eftir vorinu fram yfir páska. 

Var búin að ákveða að gera smá home-project um helgina og þessi óvænti snjór reyndi að skemma það aðeins fyrir mér - ég sá hins vegar við honum og kom mér fyrir í undirgöngum og kláraði það sem ég ætlaði að gera , að vísu með frosnar hendur :) Sýni ykkur í kvöld eða á morgun! Vúbbedí dúbbedí !!


This entry was posted on sunnudagur, 23. mars 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply