Archive for mars 2014

Word

You!

Góð áminning á mánudegi. 

- B. 

No Comments »

Fyrir - eftir - Sófaborð

Þá er komið að því að ég sýni ykkur lítið og sætt borð sem við erum búin að vera að dúlla okkur að gera upp og er loksins orðið eins og við viljum hafa það. Við fengum það síðasta sumar, á sama tíma og stólinn góða sem ég sýndi ykkur HÉR.


Hérna er þetta fallega borð - Sem við fengum að hirða úr bílskúrnum frá ömmu-dúllu 


Richard límdi yfir leðrið á miðjunni á meðan hann pússaði það upp - til að rispa ekki miðjuna

.....

Það er langt síðan við spreyjuðum það hvítt !!
Eftir það tóku við margar og djúpar vangaveltur um hvað við vildum gera við leðurbútinn sem var enn óhreyfður á miðju borðinu. Richards hugmynd var að setja speiglaflís ofaní borðið í staðin fyrir leðrið en við vorum ekki búin að koma því í verk þegar okkur datt annað snjallræði í hug :D

Ég kom heim með tvær marmaraflísar um daginn, Richard prófaði í "gríni" að skella annari flísinni ofaná borðið og það kom svona líka vel út !! Svo hún var bara teipuð niður með sterku "double-teipi".

Okkur lá svo á að smella marmaranum á að við gleymdum að taka mynd af borðinu þegar það var hvítt með leðri :S Bið ykkur að afsaka það ! En hérna er útkoman :


 Við erum í skýjunum með þetta !!!

Flísina fengum við hjá Sólsteinum/S.Helgason, á sama stað og flísina sem ég skrifaði um HÉRNA
....

Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem ég fer að hrynda í framkvæmd og deila með ykkur - svo verið dugleg að kíkja í heimsókn á bloggið :D 2 Comments »

Gleðilegan sunnudag


- B. 

No Comments »

Loforð...

Á morgun er sunnudagur...

....og það þýðir það að ég ætla að henda í eina rándýra RFF færslu !NEI DJÓK !

Helgin mín fer í að skrifa riðgerð um siðferðisleg álitamál og öfunda fólk sem hefur tíma til að spóka sig í Hörpunni. ...en í staðin ætla ég að birta ótrúlega skemmtilega "Fyrir-eftir"-færslu :D Svo ég hvet ykkur til að kíkja við á bloggið á morgun.

Knús í hús

- B.

No Comments »

Frá mér til mín..

<3

Because you keep hope alive, it will keep you alive
Kæru tækifæri, ég tek á móti ykkur með brosi á vör.
Þið finnið mig valhoppandi í 101 Rvk :P
 
Sjáumst !!
 
- B.

No Comments »

...


Þessi sæta mús biður að heilsa um leið og hún splæsir í rándýra pósu <3

- B.

No Comments »

Kopar eldúsrúllustandur - Make over

DIY copper & wood paper towel holder / almost makes perfect

DIY copper candlestick holder

Þessar myndir hérna að ofan gáfu mér innblástur !
Ég ákvað að gefa eldhúsrúllustandinum á bænum smá make over :P Hann er rosa óspennandi, svartur og plain úr IKEA og mun sennilega enda í ruslinu þegar við finnum "þennan eina rétta" -- ekki það að við séum mikið að leita, en þið vitið hvað ég meina. Svo það var alveg kjörið að hressa aðeins uppá hann.

Gjörið þið svo vel :

FYRIR


EFTIR:
Skemmtilegt sunnudagsdúll <3

Koparspreyið er úr Litir & Föndur á Skólavörðustíg og var keypt þegar ég gerði stafina HÉRNA 


No Comments »

Blómakrans III

Hérna koma síðustu myndirnar úr myndatökunni sem við Hether gerðum í skítakulda í byrjun janúar. Myndirnar hérna að ofan eru teknar á Laugarnestanga.
Myndirnar að neðan eru teknar í Heiðmörk eins og myndirnar sem ég birti bæði HÉR og HÉR 
Núna mætti blessaða vorið gjarnan fara að kíkja í heimsókn !
Finnst þetta alveg komið gott af frosti, snjó og kulda. Var frekar hissa þegar ég vaknaði og leit út um gluggan í morgun og sá að það var allt hvítt - enn eina ferðina :(
....en ætli maður þurfi ekki að vera þolinmóður og bíða eftir vorinu fram yfir páska. 

Var búin að ákveða að gera smá home-project um helgina og þessi óvænti snjór reyndi að skemma það aðeins fyrir mér - ég sá hins vegar við honum og kom mér fyrir í undirgöngum og kláraði það sem ég ætlaði að gera , að vísu með frosnar hendur :) Sýni ykkur í kvöld eða á morgun! Vúbbedí dúbbedí !!


No Comments »

Gleðilegan sunnudag


- B. 

No Comments »

Föstudagur

I want this umbrella <3

Eigið góða helgi börnin góð <3

LUV

- B.

ps. Hvar fæ ég þessa regnhlíf ?!?

No Comments »

Instagram - Diary

Mér finnst rosa gaman að skoða "Instagram diaries" á bloggsíðum sem verða á vegi mínum. Svo ég ákvað að splæsa í eina færslu sjálf og vona að þið hafið gaman að.

Þemað er "home" og "DIY" - Gjörið þið svo vel.

Blómavasi fær nýtt look

Krítartöflu DIY - sjá nánar hér

Þessar fallegu stafa-krúsir njóta sýn í botn á baðherberginu

Nýr-gamall stól sem fékk nýtt heimili eftir veru sína í geymslu um nokkurt skeið - heppinn hann og heppin við

Eldspítustokkur fær nýtt líf 

Frumraun mín og minna grænu fingra - pottarnir eru málaðir með krítamálingu

Nýtt og fallegt stofuborð <3 -- frá ILVA

Fallegi pakkinn úr Geysi sem var sendur út til DK í útskriftagjöf 

Spegill úr Góða hirðinum sem fékk nýtt líf - "fyrir-eftir" blogg hér  

Fallegi instagram koddinn sem ég keypti á www.instaprent.is 

Kertakósýheit 

Glimmer hreindýr úr Rúmfó sem eru jólaskraut á okkar heimili ;)

Röndótt rör <3

Ronja dúlla í jólastuði

DIY stafa verkefnið sem ég gerði hér

Fátt fallegra en hvítir túlípanar 

Blóm og pönnsur á sunnudegi - kombó sem klikkar seint

Klukka sem fékk að fara upp á vegg 4 árum eftir að hún var keypt

Fallegi stóllinn sem við tókum í nefið um daginn - hér

Bolludags-huggulegheit 

Ný og fín sápa - beint frá USA

Litskrúðugu bækurnar okkar - Fallegt hilluskraut

Og að lokum - fallegi marmarinn sem ég bloggaði um hér

Þér er velkomið að fylgjast með mér á instagram ef þú vilt - þú finnur mig @bara_87

1 Comment »