Uppáhalds í fataskápnum

Mig langar svo að sýna ykkur flíkina sem er mest uppáhalds í fataskápnum um þessar mundir.

Það er þessi guðdómlega fallega slá úr H&M. Svört með ísaumuðum gull/krem lituðum blómum. Smá kínasloppa fílingur yfir henni en hún er TO DIE for að mínu mati.


Ég sá hana á netrápi mínu í lok nóv/byrjun des þegar ég asnaðist inn á netverslun H&M að skoða jólalínuna. Sjálfspíningarhvötin fer með mig einn daginn ! Ég gat náttúrulega ekki lifað einn dag í viðbót áður en þessi fallega slá yrði mín.
.....eftir að hafa snake-að millifærslu framhjá gjaldeyrishöftunum til Kaupmannahafnar gat vinkonukrúttið mitt hún Ása keypt hana fyrir mig og komið með hana heim til Íslands 20 dögum síðar :D Mikið var glatt á hjalla !!

Ég og sláin vorum samt ekki alveg að bonda fyrst um sinn. Ég fann ekki rétta outfitið til að vera í við hana. Fannst hún eiginlega of stór á mig og allt var eitthvað ómögulegt.
Það var svo ekki fyrr en ég var búin að eiga hana í ca. mánuð sem við fórum að smella saman og við höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan :P

Þetta er ein af flíkunum í skápnum sem ég mun ofnota ! Klárt mál !!

 
 
 


This entry was posted on fimmtudagur, 6. febrúar 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply