Súpubarinn - Borgartúni 26

Ég má til með að segja ykkur frá einu af leyndarmálum Reykjavikurborgar. Það er Súpubarinn !!


Þetta er uppáhalds súpan mín, Tómat & basil súpa :) Hún er svo ógeðslega góð að ég tými eiginlega ekki að smakka hinar sem eru á boðstólnum. 

Ég plataði nokkra bekkjafélaga á hádegisfund þangað um daginn og smellti þá þessum myndum til að sýna ykkur. 

.....

Fyrst þegar ég fór á Súpubarinn var hann staðsettur í Listasafni Íslands, þaðan flutti hann í Kvosina og svo týndi ég honum um tíma þangað til ég fann hann aftur í Borgartúni 26 þar sem hann er staðsettur í dag. 


Mæli með því að þið tékkið á þessu. Það eru alltaf sex súpur á boðstólnum: þrjár sem eru fastar á matseðlinum (þar á meðal Tómat & basil) og þrjár sem eru breytilegar. 
Súpubarinn er með facebooksíðu, en get ekki sagt að þeir séu sérstaklega virkir þar sem síðasta færsla er frá því í nóvember.
Fyrir forvitna má sjá síðuna þeirra HÉRNA 

En þetta er eitthvað sem þið viljið smakka ! Trúið mér !!


This entry was posted on miðvikudagur, 26. febrúar 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply