Skenkur í River Island

Ég fór til London í fyrra, sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema vegna þess að við vinirnir kíktum inn í River Island... Þar inni keyptum við okkur sitt hvora flíkina og á leið okkar valhoppandi út úr búðinni aftur rákumst við á þennan SJÚKA skenk !!


Ég varð gjörsamlega IN-LOVE !!

Þorði ekki að spyrja staffið hvaðan hann væri :/ En ef það hefði viljað svo ótrúlega til að kassa starfsmaður í River Island hefði upplýsingar um hvaðan innanstokksmunir búðarinnar væru keyptir þá hefði það eflaust ekki skilað mér neinu því ég hefði ekki getað pakkað skenknum ofaní ferðatöskuna mína til að taka hann með til Íslands.

Svo ég fékk þá flugu í höfuðið að ég gæti búið mér til samskonar skenk ! ...með sömu hugmyndafræði og ég gerði Íslandið (hér).
Svo það er ákveðið ! þegar ég flyt í einbýlishúsið í Garðabænum (ok. súr einkahúmor, sorry) þá fer ég í heimsókn í Góða Hirðinn og finn mér skenk sem fær upplyftingu og nýtt glamúrlíf sem diskó-skenkur.

 

This entry was posted on föstudagur, 7. febrúar 2014 and is filed under , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply