Fyrir - eftir - Stóll

Þá er loksins komið að frumsýningu á fallega stólnum sem ég tók í nefið í janúar !!
Svona leit hann út í upphafi þegar við kipptum honum út úr bíl sem var á leiðinni með hann á Sorpu, litla greyið :P

Næst var að rífa áklæðið af og grunna gripinn.


Áklæðið sem var á stólnum í upphafi er soldið kjút, ljóst blómaáklæði.


Hérna er búið að spreyja hann og hann er reddý fyrir nýtt áklæði. Eins og sést hérna að ofan var gulnað lím á áklæðinu svo hann fékk því miður ekki að vera svona.

Í upphafi ætlaði ég að setja hvítt leður/pleður á stólinn. En það var því miður ekki til þegar ég fór á stúfana og óþolinmóða ég nennti ekki að bíða eftir því. Svo ég endaði á að vera svolítið "wild" að mínu mati og keypti mér loð. Það var heldur ekki til í hvítu svo ég valdi mér grátt skinn. 


Notaði gamla áklæðið sem við rifum af til að sníða nýtt. 

Mamma kom í heimsókn og hjálpaði okkur við að hefta skinnið á stólinn með heftibyssu. Hún er svo mikil fagkona ! Kallar ekki allt ömmu sína og brettir vanarlega upp ermar og veður til verks. 

GRIPURINN REDDÝ !!!

Soldið dúlló <3
Þarna má líka sjá nýju fínu klukkuna okkar :P

Þá er bara að leggja höfuðið í bleyti og finna DIY fyrir þessa nokkru daga sem eru eftir af febrúar. This entry was posted on mánudagur, 24. febrúar 2014 and is filed under , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

4 Responses to “ Fyrir - eftir - Stóll ”

 1. HÆ mikið svakalega er þetta flott hjá þér! En hvar fékkstu svona flott skinn?
  kv. Gunna

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir það Gunna,

   Ég keypti skinnið í Twill í Skeifunni, við hliðina á Ísbúðinni í Faxafeni ;)

   Eyða