Forever 21

Gerði mér smávegis Forever 21 pöntun.
Þegar fólk fer til USA og vill "endilega" burðast með dót fyrir mann heim þá verður maður að láta undan þrýstingi og bomba nokkrum hlutum í körfu ;)

Það sem varð fyrir valinu var þetta:


Er alveg pínu smeyk við að kaupa þennan án þess að máta :/ En ákvað að taka smá séns í lífinu svo hann fékk að fljóta með, virkar svo sætur á þessum myndum. 

Kjútí-bjútí eyrnalokkar

Kominn tími á nýtt úr :)

Algjörlega möst að poppa upp pennaveskið, það gerir háskólanámið skemmtilegra

Hárband fyrir uppáhalds greiðsluna mína - sjá HÉR

Víkinga hálsmen - Frekar pæjulegt að mínu mati

Blómakrans - algjörlega nauðsynlegt fyrir sumarið :)

Svart flugnanet - passar við allt !

Greinilega smá hippi í mér miðað við seinni hlutann á pöntuninni :P 

En svo fær litla burðardýrið mitt þetta.

Eitt stykki golla - held að þessi komi frekar vel út við gallabuxur og plain bol

Trefill ....sem verður búið að týna eftir viku ef ég þekki minn mann rétt
Og ótrúlega svalur jakki !! -- Sjáum til hvernig hann kemur út í real life :P
 
 
Með sjóðandi heitt vísakort býð ég svo góða helgi !
 

This entry was posted on föstudagur, 28. febrúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Forever 21 ”

  1. Hafðu ekki áhyggjur af þessu efsta bol, þú veist hver býður hann velkominn ef þú fílar hann ekki ;)
    Annars held ég að hann sé ferlega pæjó!

    SvaraEyða