Fashion academy

Ég kveiki vanarlega á sjónvarpinu þegar ég kem heim úr vinnunni og er að borða eða elda mat. Finnst svo notalegt að hlusta á fréttirnar & Ísland í dag á meðan, komast aðeins í nálægð við það sem er að gerast í kringum mig.

Í síðustu viku kveikti ég á imbanum eins og svo oft áður og heyrði umfjöllun í Ísland í dag um snyrtiskóla Fashion academy.
Það var verklegur dagur hjá nemendunum og þau voru búin að bjóða björgunarsveitafólki í dekur ! Hversu svalt ?! Fólk sem er í sjálfboðavinnu allt árið, alveg sama hvort það er nótt eða dagur, aðfangadagur eða ósköp venjulegur þriðjudagur. Vá, hvað mér fannst þetta flott framtak. Greinilega nemar og kennarar með hjartað á réttum stað.


Hérna - er hægt að horfa á innslagið

....þegar ég horfði á þetta datt mér ekki í hug að viku síðar væri ég sjálf lögst á bekkinn í dekur :P

Ég fékk símtal og mér boðið að koma. Ég þurfti sko ekki að hugsa mig tvisvar um þegar þetta flotta boð kom. Dreif mig af stað og fékk 90 mínútna - andlitsbað, súrefnismeðferð, herða og höfuðnudd og name it !! Þetta var of gott til að geta sett þetta í orð.  Ég er ekki frá því að ég er bara 10 árum yngri en ég var í byrjun vikunnar :PÉg held að maður geri sér engan vegin grein fyrir því hvað er unnið ótrúlega flott starf innan veggja þessa skóla. Flestir myndu kannski halda að þetta væri dúll með make up pensilinn allan daginn, en drengurinn sem tók mig í meðferð gat sagt mér nákvæmlega hvað hann var að gera og hvaða virkni hvert krem sem hann setti á mig hefði. Svo talaði hann um mismunandi tegundir rafmagnsmeðferða þegar ég spurði út í það og hafi svör á reiðum höndum varðandi allt (sem mitt takmarkaða ímyndunarafl gat spurt um). Greinilega búinn að leggja þvílíkt mikið á sig.... því ekki hafði ég hugmynd um að það væri svona margt í boði !

Mín upplifun var æðisleg (fyrir utan hvað meðferðin var sjúklega góð) þá var þetta allt á faglegum og flottum nótum.


Kærar þakkir fyrir mig Fashion Academy.
Ps. nennir einhver plís að skrá sig í þennan skóla svo ég geti verið fastagestur í dekri ?!

This entry was posted on fimmtudagur, 13. febrúar 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Fashion academy ”

 1. Snilld :D Alltaf velkomin til okkar í heimsókn kæra Bára.
  Ný önn hefst núna í mars og hvet ég alla sem vilja kynna sér námið, að kíkja við upp í skóla og fá frekari upplýsingar.
  www.fashionacademy.is
  Ármúli 21.

  Mkv. Ingibjörg Ósk

  SvaraEyða