Ég hef haft augastað á fallegum heimatilbúnum sófaborðum í svolítinn tíma, búnum til úr tré.
Var mikið að hugsa um þessi borð þegar ég fór tvær ferðir út á land í jólafríinu mínu og keyrði framhjá stórum stöflum af rekavið. Sem betur fer var mamma mín með í för og gat frætt mig um að þessi rekaviður væri í eign landeiganda þar sem viðurinn rekur á land en ég mætti ekki taka hann ófrjálsri hendi. (Borgarbarnið ég, hélt bara að þetta væri eins og blómin sem vaxa á umferðareyjunum í höfuðborginni = almannaeign sem ég mætti "tína" og taka með heim)
Ég held samt að ég sé hrifnari að tré-bút sem hráefni í þetta borð mitt, frekar en rekavið. Samanber hérna að neðan.
HvítaBáran sem vill mála allt, myndi samt hugsa sig um áður en hún tæki upp pensilinn. Finnst tréð eiginlega mikið fallegra ómálað. (ótrúlegt en satt!)
Þið megið dæma fyrir ykkur.
Ef einhver ætlar að saga niður tré í garðinum sínum í vor þá má sá hinn sami endilega láta mig vita ef ég má hirða bút áður en það fer á haugana.
Við létum saga risa tré í okkar garði í fyrra og þá var ég svo ný flutt að ég var ekki komin svona langt í innanhúspælingum og greip þar af leiðandi ekki tækifærið :(