DIY - tré-fatahengi

Ég er svo rík að eiga fáránlega listræna frænku. Hún heitir Ólafía og vinnur á Reykjavík Ink. (hún er með like síðu á facebook sem ég hvet ykkur að kíkja á HÉR )

Hún hjálpaði mér við að framkvæma hugmynd sem ég var búin að ganga með í maganum í töluverðan tíma, eftir að við Richard fluttum inn í holuna okkar. 

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli : 
Ódýr og falleg lausn þegar mann dreymir um að eignast tré-fatahengið úr Epal.

Það sem þarf í þetta verkefni er:
  • Eitt stykki listakonu frænku :P
  • Svört máling - Ólafía keypti sína í Verkfæralagernum 
  • Litlir svartir snagar - Ég keypti þá í BYKO breidd
  • Skrúfur til að hengja snagana upp - Við máluðum svo skrúfurnar svartar eftir að þær voru komnar í vegginn. 

Þessa skemmtilegu mynd setti ég á instagram daginn eftir að fatahengið var reddý og hashtag-aði trendnet - það varð til þess að ég vann gjafakörfu frá Burt´s bees !! Hversu mikil snilld ?
Ég er enn að nota varasalvana og þetta dúll sem var í körfunni. Mæli með þessum vörum.Svo kíkti Hús og híbýli í heimsókn svolitlu seinna og fékk að taka myndir :)


This entry was posted on fimmtudagur, 20. febrúar 2014 and is filed under , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ DIY - tré-fatahengi ”