.....veit samt ekki hvort ég leggi í að framkvæma þetta! Man þegar ég var lítil og kvennskörungurinn hún móðir mín hrærði steypu í skúringafötu til að fylla upp í brot í útitröppunum heima. Mér fannst hún bara breytast í iðnaðarmann á örskotstundu við það, þetta var alltof framandi fyrir mig.
Hérna eru nokkrar hugmyndir...

Step by step how to do it

Blómapottur fyrir þrjár plöntur.

Fallegir steyptir kertastjakar

Blómó

Skemmtilegur pennastandur
Mér sýnist að galdurinn sé að nota plast umbúðir sem má síðan bara henda. (Fatan sem mamma notaði á sínum tíma fór amk. beint í tunnuna eftir notkun). En þetta er líka penslað með einhverju undra efni svo steypan festist ekki eins við ílátið.
Kannski að þetta sé bara svolítið challenging og skemmtilegt verkefni sem vert er að prófa :P
Ég forvitnaðist aðeins um framkvæmdina á þessu hjá múttlunni og hún sagðist bara hafa farið út í BYKO/Húsasmiðju og keypt poka af einhverju dufti, aftaná voru leiðbeiningar um hversu miklu vatni ætti að blanda útí og vollá ! Fínasta steypa tilbúin til notkunnar :)
Ég sýni ykkur að sjálfsögðu afraksturinn ef ég legg í að framkvæma þetta með hækkandi sól.
Uppfært: HÉRNA má sjá góðar leiðbeiningar

Þetta er mjög kúl! væri alveg til í að prófa þetta...líka kertastjakana, finnst þeir mjög flottir :D
SvaraEyðakv Arna G
Við eigum stóóóra blómapotta sem við notuðum til að búa til stærri útfærslur af svona. Kíktu til fósturforeldranna fljótlega og við skulum hjálpa þér með eitthvað brjálað og flott til að setja utan um plöntur fyrir vorið.
SvaraEyða