DIY - Fiðrildi

Ég er ein af þeim sem elskaði (og elskar) Gossip Girl þættina ógleymanlegu. 
Í þáttunum var svo óborganlega fallegur fiðrilda veggur sem ég fékk ekki nóg af því að horfa á ! 


Þegar við vorum ný flutt hingað í miðbæjarholuna okkar og vorum að innrétta svefnherbergið var ég alveg staðráðin í að gera svona vegg sem mig hafði dreymt um í nokkur ár. Upphaflega hafði ég skoðað fiðrildin á ebay og ætlaði að panta þau þaðan. Svo kom pinterest sterkt inn með aðra og sniðugari lausn að mínu mati. = DIY (do it yourself)

Ég fór á google og fann nokkrar típur af fiðrildamyndum sem mér leist vel á og prentaði út sem skapalón. Fór í heimsókn í föndurbúðina í Holtagörðum og fann silfurlitað karton sem mér fannst passa við "þemað" í herberginu (þau eru með svaka gott úrval af allskonar kartonum). 
Svo hófst föndrið.... það tók möööörg kvöld !!

Byrjaði á að gera lítinn hring - Fiðrildin eru hengd upp með hvítu kennaratyggjói

Rúmgaflinn enn pakkaður í plast ;) ný kominn frá RB-rúm þar sem við létum sérsmíða hann

Búið að bætast aðeins í fiðrilda fjölskylduna


Svona leit þetta svo út þegar ég var búin :)

Ég póstaði mynd af firðildunum á instagram og í kjölfarið bankaði Hús og híbýli uppá og fékk að koma í heimsókn. Ótrúlega skemmtilegt :)


This entry was posted on sunnudagur, 16. febrúar 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply