Blómakrans


Í lok janúar tók ég þátt í smá verkefni með góðri vinkonu.
Hún er áhuga ljósmyndari og snillingur í blómaskreytingum. Hún lærði að gera blómakransa og allskonar skreytingar í skóla í heimabænum sínum í Bandaríkjunum. Þið getið séð smá brot af hæfileikunum hennar HÉRNA þegar hún gerði skreytingu fyrir jólablað Fréttablaðsins.

Hún töfraði fram þennan fáránlega fallega blómakrans sem ég setti á hausinn á mér og svo skottuðumst við upp í Heiðmörk þar sem hún smellti af nokkrum myndum - þetta er brot af þeim. 

Núna er hún Hether mín flutt aftur til USA. En ég get látið mig hlakka til sumarsins því við Richard erum að fara í brúðkaupið hennar til Ohio. Hún ætlar að sjá um að gera allar skreytingarnar fyrir brúðkaupið sjálf og þetta verður hvorki meira né minna en þriggja daga veisla !! 
Ég get ekki beðið eftir því að læra að gera minn eigin blómakrans og mæta með hann á höfðinu í garðparty daginn fyrir athöfina. Þetta plan er eiginlega of gott til að vera satt... best að fara að bóka flug svo þetta rætist pottþétt!This entry was posted on laugardagur, 15. febrúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply