Um daginn klippti ég vel neðan af hárinu á mér. Var komin með kílómeters langa rót og þurra enda, samt nota ég næringu í hvert sinn sem ég þvæ það, passa að þvo það ekki of oft og set olíu í endana eftir sturtu.

Við klippinguna tók ég ákvörðun að reyna að vera með hárið oftar slegið í þeirri von að það væri meira líf í því. En það er meira en að segja það að blása og slétta á morgnanna :S svo ég er strax byrjuð að henda því upp í snúð, ef snúð skildi kalla. Hann er svo lítill að það er sorglegt og helmingurinn af hárinu nær ekki upp í teygjuna er spennt upp á hnakkanum.
Ég er að hugsa um að prófa að skipta um shampoo og sjá hvort það skilar mér ekki heilbrigðara hári. Ég vinn með stelpu sem litar ekki á sér hárið og leyfir sér að kaupa "alvöru" shampoo í staðin svo ég er að vona að þetta plan mitt lofi góðu. Hárið á henni er amk. to die for ! Glansandi og fallegt alla daga.
Mig langar að prófa nýju Masterline hárvörurnar, en get bara ekki ákveðið hvert þeirra mig langar að prófa. Hljómar allt svo girnilegt.

Hljómar vel, veistu hvar þessar vörur fást? :)
SvaraEyðaJá, þær eru allavega til í Nettó og Hagkaup :)
Eyða♥
SvaraEyðaBesta fyrir hárið er líka að sleppa blása það og slétta það sem sjaldnast :) hitinn fer illa með hárið! Svo er líka sjúkt shampoo&næring frá Matrix heitir biolace og er lífrænt, mæli með því :)
SvaraEyða