"Alvöru" shampoo - Masterline

Um daginn klippti ég vel neðan af hárinu á mér. Var komin með kílómeters langa rót og þurra enda, samt nota ég næringu í hvert sinn sem ég þvæ það, passa að þvo það ekki of oft og set olíu í endana eftir sturtu.


Við klippinguna tók ég ákvörðun að reyna að vera með hárið oftar slegið í þeirri von að það væri meira líf í því. En það er meira en að segja það að blása og slétta á morgnanna :S svo ég er strax byrjuð að henda því upp í snúð, ef snúð skildi kalla. Hann er svo lítill að það er sorglegt og helmingurinn af hárinu nær ekki upp í teygjuna er spennt upp á hnakkanum.

Ég er að hugsa um að prófa að skipta um shampoo og sjá hvort það skilar mér ekki heilbrigðara hári. Ég vinn með stelpu sem litar ekki á sér hárið og leyfir sér að kaupa "alvöru" shampoo í staðin svo ég er að vona að þetta plan mitt lofi góðu. Hárið á henni er amk. to die for ! Glansandi og fallegt alla daga.

Mig langar að prófa nýju Masterline hárvörurnar, en get bara ekki ákveðið hvert þeirra mig langar að prófa. Hljómar allt svo girnilegt.

Fallegur gljái og mikil mýkt. Crystal shine línan er rík af næringarríkum olíum ss. hörfræolíu og beta karótín (A og E vítamínaríkt). Gefur líflausu hári meir mýkt og hentar öllu hári nema mjög grófu.

Áhrifarík og nærandi formúla sem gefur þurru og grófu hári raka. Hemur úfið hár og mýkir. Inniheldur Sericin sem myndar rakagefandi filmu til uppbyggingar.

Gefur lituðu hári aukinn gljáa, litavörn og mýkt. Línan inniheldur þykkni úr granateplum, ríkt af andoxunarefnum sem gerir það að verkum að liturinn endist lengur. Frískar upp litinn aftur.

Viðgerð og uppbygging fyrir þurrt og skemmt hár. Inniheldur Argan olíu og er ríkt af A og E vítamínum.
 
Ugla sat á kvisti !!
 
Ef einhver hefur prófað þessa línu og vill deila reynslu sinni má hinn sami endilega hafa samband, mun örugglega einfalda valið fyrir mér.
 

This entry was posted on mánudagur, 17. febrúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

4 Responses to “ "Alvöru" shampoo - Masterline ”

 1. Hljómar vel, veistu hvar þessar vörur fást? :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já, þær eru allavega til í Nettó og Hagkaup :)

   Eyða
 2. Besta fyrir hárið er líka að sleppa blása það og slétta það sem sjaldnast :) hitinn fer illa með hárið! Svo er líka sjúkt shampoo&næring frá Matrix heitir biolace og er lífrænt, mæli með því :)

  SvaraEyða