Ég tók daginn snemma og henti mér í sturtu fyrir vinnu (ég er týpan sem fer í sturtu á kvöldin til að geta sofið lengur á morgnanna) og blandaði mér smoothie áður en ég arkaði af stað inn í vinnudaginn.
Ég viðurkenni það alveg að ég er engin hollustu-Halla og er því lítið í að fókusa á kjarngóðan morgunmat :S (skamm skamm !!)

Smoothie-inn sem ég útbý er yfirleitt búinn til úr því sem er til í ísskápnum og frystinum hverju sinni og þið megið kanna hvort ég sé með hita daginn sem ég set spínat og annað grænt gums útí.
Í dag innihélt mixið mitt
- Dass af frosnum "tropical" ávöxtum úr Krónunni
- 1 banana
- Slatta af ferskum vínberjum
- Slurk af Floridana Andoxun - safa

