15 ára súpermódel

Ég má til með að sýna ykkur þessa elsku. Þetta er litla frænka mín hún Hjördís. ....hún er 15 ára !! Ég bara vissi ekki að það væri hægt að vera svona svalur þegar maður er 15 ára. 

Hún er í 10 bekk og setur stefnuna á listnámsbraut í F. Mos í haust (Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ). 

Hún er búin að bjóða stóru frænku sinni á leiklistarsýningar síðustu tvö sumur, þar sem hún leikur í leikritum, sýnir sirkuslistir og syngur (EINSÖNG!) eins og engill. Get ekki lýst stoltinu sem ég fæ í hjartað þegar ég horfi á þessa stelpu styrkjast, vaxa og þroskast. Hún er ekki bara svona gullfalleg að utan heldur líka að innan, með hjarta úr gulli og sterka réttlætiskend, er barngóð og yndisleg í alla staði. 

Hún var módel fyrir vinkonu sína um helgina, sem má til gamans geta að er líka í 10 bekk og þetta er útkoman !


Ef þessar tvær eiga ekki framtíðina fyrir sér þá veit ég ekki hvað !?! 


This entry was posted on sunnudagur, 2. febrúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply