Archive for febrúar 2014

Markmið helgarinnar

Goals:
Góða helgi
 
- B.

No Comments »

Forever 21

Gerði mér smávegis Forever 21 pöntun.
Þegar fólk fer til USA og vill "endilega" burðast með dót fyrir mann heim þá verður maður að láta undan þrýstingi og bomba nokkrum hlutum í körfu ;)

Það sem varð fyrir valinu var þetta:


Er alveg pínu smeyk við að kaupa þennan án þess að máta :/ En ákvað að taka smá séns í lífinu svo hann fékk að fljóta með, virkar svo sætur á þessum myndum. 

Kjútí-bjútí eyrnalokkar

Kominn tími á nýtt úr :)

Algjörlega möst að poppa upp pennaveskið, það gerir háskólanámið skemmtilegra

Hárband fyrir uppáhalds greiðsluna mína - sjá HÉR

Víkinga hálsmen - Frekar pæjulegt að mínu mati

Blómakrans - algjörlega nauðsynlegt fyrir sumarið :)

Svart flugnanet - passar við allt !

Greinilega smá hippi í mér miðað við seinni hlutann á pöntuninni :P 

En svo fær litla burðardýrið mitt þetta.

Eitt stykki golla - held að þessi komi frekar vel út við gallabuxur og plain bol

Trefill ....sem verður búið að týna eftir viku ef ég þekki minn mann rétt
Og ótrúlega svalur jakki !! -- Sjáum til hvernig hann kemur út í real life :P
 
 
Með sjóðandi heitt vísakort býð ég svo góða helgi !
 

1 Comment »

Story of my life..  • Ég er farin að hafa vit á því að láta faglært fólk sjá um augabrúnirnar á mér.
  • Hef gefist upp á að gera auka dúllur á make up-ið 
  • Og hef sætt mig við að ég er hreyfihömluð þegar kemur að fínhreyfingum með vinstri hendinni - þar með talið að naglalakka mig. 


- B. 

No Comments »

Hair - innblástur

Hæ ég heiti Bára og ég er með stutt hár!
... sé pínu eftir síðu lokkunum, en er að vona að það líði hjá !
 
Ég googlaði aðeins í leit að innblástri að "pæjulegum" greiðslum með þessa sídd.
Long Angled Bob...next time...cut and color!
blunt cut
Long bobLove the style
cutLong bob
long bob
wavy-haired beauty, Brooke White
Þessum dömum tekst amk. að vera pæjur með þessa sídd, vona að mér takist það líka.
 
 

No Comments »

Kvöldganga í 101

Eitt af því sem ég ELSKA hvað mest við að búa í 101 eru gönguferðirnar. Hvort sem það er dagur eða kvöld þá finnst mér alltaf jafn notalegt að setja hund krúttið mitt í ól og labba af stað, bærinn iðar af lífi alveg sama hvað klukkan er. 

Í kvöld fengum við okkur gönguferð að sækja mat og þá rakst ég á nýja og skemmtilega útstillingur í MAIA á Laugavegi sem ég má til með að deila með ykkur. 

Fuzzy kollurinn með örlítið breyttu útliti :P


Hahahahaha ! Eruði að sjá þessa dúllu ?!?

Stálfætur og mislit gæra :P 


No Comments »

Gjalfaleikur - vinningshafi

Ég steingleymdi að draga út vinningshafa í litla röra leiknum mínum. Ég hef sennilega ekki verið nógu skýr í leiðbeiningunum varðandi hvernig komast ætti í pottinn því mun fleiri like voru við bloggfærsluna en kommentin á facebook færslunni (sem ég dró úr).
Mig langar að biðjast afsökunnar á því :/Ég á fleiri rör svo ég get bombað í annan svona leik fljótlega ef áhugi er fyrir því. Þessi rör eru náttúrulega algjört must have fyrir grillparty-in í vor & sumar. 

Til að draga úr kommentunum notaði ég forritið Woobox og það valdi :

Til hamingju Ágústa, ég mun senda þér skilaboð :)


1 Comment »

Hlæjum !

You need a good day, a really good day, every now and then to help balance out all the days when you feel like everything is falling apart.

Gleðilega miðja viku.

- B. 

No Comments »

Súpubarinn - Borgartúni 26

Ég má til með að segja ykkur frá einu af leyndarmálum Reykjavikurborgar. Það er Súpubarinn !!


Þetta er uppáhalds súpan mín, Tómat & basil súpa :) Hún er svo ógeðslega góð að ég tými eiginlega ekki að smakka hinar sem eru á boðstólnum. 

Ég plataði nokkra bekkjafélaga á hádegisfund þangað um daginn og smellti þá þessum myndum til að sýna ykkur. 

.....

Fyrst þegar ég fór á Súpubarinn var hann staðsettur í Listasafni Íslands, þaðan flutti hann í Kvosina og svo týndi ég honum um tíma þangað til ég fann hann aftur í Borgartúni 26 þar sem hann er staðsettur í dag. 


Mæli með því að þið tékkið á þessu. Það eru alltaf sex súpur á boðstólnum: þrjár sem eru fastar á matseðlinum (þar á meðal Tómat & basil) og þrjár sem eru breytilegar. 
Súpubarinn er með facebooksíðu, en get ekki sagt að þeir séu sérstaklega virkir þar sem síðasta færsla er frá því í nóvember.
Fyrir forvitna má sjá síðuna þeirra HÉRNA 

En þetta er eitthvað sem þið viljið smakka ! Trúið mér !!


No Comments »

Fyrir - eftir - Stóll

Þá er loksins komið að frumsýningu á fallega stólnum sem ég tók í nefið í janúar !!
Svona leit hann út í upphafi þegar við kipptum honum út úr bíl sem var á leiðinni með hann á Sorpu, litla greyið :P

Næst var að rífa áklæðið af og grunna gripinn.


Áklæðið sem var á stólnum í upphafi er soldið kjút, ljóst blómaáklæði.


Hérna er búið að spreyja hann og hann er reddý fyrir nýtt áklæði. Eins og sést hérna að ofan var gulnað lím á áklæðinu svo hann fékk því miður ekki að vera svona.

Í upphafi ætlaði ég að setja hvítt leður/pleður á stólinn. En það var því miður ekki til þegar ég fór á stúfana og óþolinmóða ég nennti ekki að bíða eftir því. Svo ég endaði á að vera svolítið "wild" að mínu mati og keypti mér loð. Það var heldur ekki til í hvítu svo ég valdi mér grátt skinn. 


Notaði gamla áklæðið sem við rifum af til að sníða nýtt. 

Mamma kom í heimsókn og hjálpaði okkur við að hefta skinnið á stólinn með heftibyssu. Hún er svo mikil fagkona ! Kallar ekki allt ömmu sína og brettir vanarlega upp ermar og veður til verks. 

GRIPURINN REDDÝ !!!

Soldið dúlló <3
Þarna má líka sjá nýju fínu klukkuna okkar :P

Þá er bara að leggja höfuðið í bleyti og finna DIY fyrir þessa nokkru daga sem eru eftir af febrúar. 4 Comments »