Vetrarparadís

Ég fór í þvílíka ferð vestur á Ísafjörð, það tók okkur 11 tíma að keyra vestur og 8 tíma að keyra heim !! Ég hugsa að ég verði bara að fara í ferðalag þangað aftur í sumar því þá verð ég svo ótrúlega snögg að keyra þangað, "bara" 5-6 tíma :P

En þrátt fyrir að ástæða ferðarinnar hafi verið erfið og færðin nánast ómöguleg þá var þetta notaleg stund með fjölskyldunni og ÓMÆ hvað Ísland er fallegt... þegar ég sá eitthvað út um gluggann fyrir hríð !

Á bakaleiðinni keyrðum við aðeins meira í birtu og stoppuðum í sveitinni hans afa heitins. Magnað að sjá þetta myndar bóndabýli eftir að maður gerði sér grein fyrir að maðurinn byggði þetta allt upp með berum höndum eftir að hann keypti sér eina kú til að byrja með !! Hann var svo sannarlega innblástur og fyrirmynd hann afi minn <3 Einhverstaðar verður maður að byrja og svo getur maður allt sem maður ætlar sér !


Ísland er landið - allt hvítt !!
Litli frændi minn kominn lang leiðina uppá Kaupfélagið í Hólmavík, þarna er sko vetur !This entry was posted on miðvikudagur, 8. janúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply