The golden dress

Ég er búin að fá nokkur komment á áramótakjólinn minn svo ég ákvað að splæsa í smá færslu um þessa gersemi.

Ég fann hann nebblilega á Markaðstorgi Kringlunnar á litlar 3.500 kr. Ástæðan fyrir því að hann var svona ódýr er sú að hann kom fyrst fyrir jólin í fyrra, seldist upp á núll einni, (enda engin furða ;P) svo hefur greinilega fundist meira á lagernum sem gerist stundum þegar tekið er til í stórum heildsölum og hann kom aftur núna í búðina í byrjun nóvember.

Ég ráfaði þarna upp eftir misheppnaða ferð í Dúkkuhúsið. Leið mín lá í Dúkkó til að máta og kaupa kjól sem ég hafði séð á instagraminu þeirra, guðdómlega fallegan grænan síðerma pallíettukjól á 12.900 kr. ! Hann kallaði á mig svo ég bara VARÐ að eignast hann....því ég var að fara í brúðkaup 16. nóv. ;) hahahha, ég á alltaf nóg af afsökunum :P
Þegar ég mætti svo á svæðið var hann ekki jafn fallegur á myndinni :( Svo ég fór í fýlu og rölti upp á Markaðstorg, þar blasti þessi kjóll við mér á slánum frammi á ganginum, bæði í gull og svörtu. Það var reyndar komin ný sending svo ég fann mér fullt af fallegum fötum og fór í mátunarklefa. Endaði á að kaupa gullkjólinn, leggings og svartan plain kjól með leðurbótum á öxlunum og borgaði fyrir það allt saman 12.890 kr :D STÓR GRÆDDI :P


Framan og aftaná :) 

Bakið á honum kemur svo fallega út :) -- Og hérna eru vinirnir sem ég keypti á Markaðstorginu, gull kjóllinn og svarti kjóllinn með leður-lufsunum á öxlunum. Sá kemur líka mjög vel út, plain en er með skemmtilegt op á bakinu. Sýni ykkur kannski seinna, en ég var í honum á jólunum í ár ;)

Áramóta vinkonur :) 

Lengsta færsla sem skrifuð hefur verið um kjól... svo ég ætla að setja punkt hérna !!

kv. B.

Ps. takk fyrir skemmtilegu kommentin á ársannálinn hérna fyrir neðan :) 

This entry was posted on fimmtudagur, 2. janúar 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply