Þá fór ég feitt út fyrir þægindarammann minn sem mér finnst svo yndislegt að kúra inní :P




Markþjálfun er lykillinn að þessu öllu saman.
Spjall við markþjálfa er eitthvað sem ég hef aldrei prófað fyrr en í haust. Þetta var á vegum skólans, mér hefði aldrei dottið þessi snilld í hug sjálf.
Ég var mikið að spá í að skrópa í viðtalið en ég fékk einkunn (10) fyrir að mæta en hefði fengið 0 fyrir að skrópa. Svo ég drattaðist af stað og sá sko ekki eftir því :)
Við ræddum lausnir fyrir mig í því sem mig langaði til að bæta mig í. Eitt af því var að hætta feimni við að tala ensku, svo ég skráði mig eftir spjallið í það að vera Exchange-buddy (skiptinema vinur) og fór svo á fimmtudaginn út á keflavíkurflugvöll að sækja nýju vinkonu mína sem var að koma frá ítalíu :D
Ég var alveg með smá fiðring í maganum á leiðinni út á völl. "Hvað talar maður um við útlending heila bílferð frá Keflavík til Reykjavíkur?" "Ætli þetta verði ekki óþægileg þögn" ...en svo kom skynsemin í þessar hugsanir mínar og benti mér á að hún væri örugglega mun stressaðari en ég fyrir þessu ævintýri. Alein í nýju landi.
Hún hafði aldrei séð snjó fyrr en á fimmtudaginn svo það var alveg hreint magnað að fá að upplifa Ísland í fyrsta sinn með henni. Hún ætlar að kenna mér að baka ekta ítalska pizzu svo ég verð orðin mega fær pizzabakari eftir þessa önn. Held mögulega námskeið fyrir áhugasama í vor :P
Mæli klárlega með markþjálfun !
...og að gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður.

wow en spennandi, ekkert skemmtilegara en að prufa eitthvað nýtt! mátt endilega setja inn pizzufærslu einhverntímann :D
SvaraEyðakv.Valdís
þú ert meistari meistarana að stepping out of the box.. vildi að ég hefði þetta í mér!
SvaraEyðasnillingur.. og áfram þú elskan♥
kv, ausa sys