Í ljósi þess að núna er nýtt ár að hefjast og nýjar minningar að verða til ætlum við heimilisfólk á Grettisgötu að búa til svona minningakrukku og punkta hjá okkur á litla post-it miða atvik sem fá okkur til að brosa á árinu 2014.





Hvort sem það eru klassísku ljóskumómentin mín sem kíkja reglulega í heimsókn og ég hef svo ósköp gaman að hlæja að, bullið sem vellur upp úr Richard, eitthvað af þessum hlátursköstum sem við eigum það til að detta í eða góðar stundir með vinum og fjölskyldu sem fara í krukkuna þá verður örugglega algjör snilld að rifja þetta allt upp um næstu áramót :) ...hvar svo sem við verðum stödd í heiminum þá. Þetta líf er svo óútreiknanlegt.
Það verður skemmtilegt að prófa þetta. Held að lykillinn að því að þetta verkefni heppnist sé sá að krukkan sé á áberandi stað svo við gleymum henni ekki strax í febrúar :/
Segi ykkur betur frá þessu eftir ár :P
