Ísskálar - Vöffluform

Um nokkurt skeið hef ég látið mig dreyma um gordjöss ísskálar sem fást í NUR á Laugavegi. Þau eru reyndar að flytja búðina í Garðabæ mér til mikils ama, hef mjög gaman að labba við hjá þeim þegar ég viðra hundinn minn.
 
Ísskálarnar eru eins og vöffluform í laginu !
 
Mynd tekin af glugganum í NUR

Þar sem NUR er með gullitaðar skálar til sölu hjá sér og ég KOLFÉLL fyrir þeim, kemst eiginlega ekkert annað að hjá mér en að hafa þær gull.
Er samt búin að vera að vafra aðeins á netinu í leit minni að þessum gersemum, en um leið verð ég staðfastari í því að þessar gull skálar séu EINSTAKAR ! Finn þær hvergi online :/

Click here to Enlarge
Er reyndar smá skotin í þessum hvítu hérna sem ég rakst á.
....en þær eru notaðar :S Hvað finnst mér um það ?Síðan eru það þessar, gætu örugglega komið voða vel út. (þótt þær toppi seint gullið)
Til í nokkrum litum og kosta muuuun minna en þessar tvær að ofan.Svo gæti maður líka dottið í þennan "alvöru" vöfflu-pakka fyrst maður er að skoða vöffluform á annað borð. Meira að segja hægt að fá skeiðar í stíl :P

Þetta er lúxus vandamál íbúa á Grettisgötunni þessa dagana !
Erfitt þetta líf.

This entry was posted on miðvikudagur, 15. janúar 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply