Ísland er landið...

Vinnan mín getur verið svo allskonar. 

Í dag fór ég í smá roadtrip austur fyrir fjall og eyddi bróðurpartinum úr deginum mínum þar í góðum félagsskap. 
Það var svo ótrúlega fallegt veður á heiðinni, 5 stiga frost og blanka logn svo ég mátti til með að smella myndum út um gluggann á grænu þrumunni um leið og ég brunaði yfir.


Hvort ég náði að fanga þetta fallega móment sem ég átti þarna í bílnum verður hver að dæma fyrir sig. Mér fannst amk. alveg magnað að keyra í gegnum þessa fallegu náttúru með tónlistina í botni. 

Ég hef áður átt svona móment uppi á þessari heiði. Í eitt skipti henti ég myndinni inn á Instagram, finnst fátt toppa hana.


Elsku fallega Ísland !This entry was posted on miðvikudagur, 29. janúar 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply