Innblástur fyrir janúar DIY

Okkur Richard áskotnaðist í sumar gamall "píanó" stóll eins og við kjósum að kalla hann. Hann var á leiðinni á Haugana og var meira að segja kominn inn í bílinn sem átti að flytja hann á þangað þegar honum var "bjargað" af okkur.
Síðan þá höfum við verið á leiðinni að gefa honum andlitslyftingu... en hún er mögulega óþörf þar sem hann þjónar yfirleitt því hlutverki að vera undirstaða fyrir fatafjall sem á það til að myndast inni í svefnherbergi.

Núna er hins vegar alveg að koma að því að við látum verða að þessu.
Við erum aðeins að vandræðast með að redda okkur öllu sem þarf til að framkvæma þetta og það smellur vonandi áður en langt um líður :D

Ég er búin að vafra smávegis á netinu í leit að innblástri fyrir framkvæmdirnar...

Before & After chair
chair-before-after1


Það er kannski soldið augljóst að stóllinn mun verða hvítur :P
En litur og áferð á áklæði er enn óákveðið.

Ég þarf að redda mér svona heftibyssu og ef einhver veit hvar ég fæ þessar dúllur á neðstu myndinni má sá hinn sami endilega senda mér línu ;)


DIY webbed seat chair

This entry was posted on miðvikudagur, 8. janúar 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

4 Responses to “ Innblástur fyrir janúar DIY ”

 1. Þetta heitir heftibyssa (ef þú vilt googla) og fæst a.m.k. í byggingarvöruverslunum eins og Byko og Húsasmiðjunni. Hlakka til að sjá útkomuna :)

  SvaraEyða
 2. ég held að það sé hægt að leigja svona byssu í Byko ;)
  kv Arna

  SvaraEyða
 3. Ég keypti tvo stóla í Góða hirðinum í sumar til að geta setið á góðum stólum úti í garði. Ég pússaði þá aðeins og notaði svo hvítt skipalakk. Ég keypti það aðallega vegna þess að það er mikið ódýrara en venjulegt (skynsamlegt í svona tilraunastarfi) en í ljós kom að það er mikið þykkara, þornar hægt og margfalt auðveldara að ná fallegri áferð á það en venjulegt olíulakk. Ókosturinn er hins vegar sá að það er mikil lykt af því, svo að ég gerði þetta úti.

  Kv. Árný

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld !! Kannski að ég kanni málið með skipalakkið, þú seldir mér það allavega með "fallegri áferð" :)
   Hvar fæst skipalakk ?

   Eyða