Handmaid jólagjafir #4

Já, ég var ekki hætt og ekki búin að gleyma umfjölluninni minni um heimatilbúnu jólagjafirnar. Hún heldur hér með áfram þar sem frá var horfið....


Þannig er að mér fannst ég þurfa að sýna ykkur þessa jólagjöf "in action" og þar sem ég hef ekki verið fyrirmyndar húsmóðir sem eldar 3-rétta máltíð á hverju kvöldi undanfarið ....ok, ég viðurkenni það alveg! Ég hef ekki eldað almennilega máltíð síðan einhverntíman á síðasta ári og þessi umtalaða jólagjöf því ekki í notkun fyrr en nú.
Tekur sinn tíma að vera í fullri vinnu OG fullu meistaranámi :S 

Við fengum þessa fallegu gjöf í jóló frá uppáhalds "vara" fjölskyldunni minni :) Ekki allir sem eru jafn heppnir og ég að eiga svoleiðis fjölskyldu á lager.

Gjöfin er ss. heimatilbúnir hitaplattar.
Held að myndirnar segi allt sem segja þarf því ég hef ekki nákvæma "uppskrift" að því hvernig þessi snilld var búin til. En eitt er víst og það að þetta eru litir hniklar saumaðir saman í hring og koma VIRKILEGA vel út. 
Myndirnar tala sínu máli :)

Hérna eru hitaplattarnir í nærmynd
Hérna sjást litirnir betur. Mjög falleg samsetning 
Veit ekki alveg hvað gerðist með birtuna hér, borðið er svart :S
En hitaplattadúllurnar sjást vel :D
Á þessari mynd sést líka svört steinflís sem við höfum einnig notað fyrir heitan mat, upphaflega átti hún samt að vera músamotta. Sýni ykkur mögulega close up af henni síðar.
Potturinn og eldfastamótið komið á plattana og kemur að mínu mati rosa vel út :) 

Mjög einföld og sniðug hugmynd og notagildið mikið. 

Korkplattarnir sem við notuðum áður fyrir heitan mat munu nú heyra núna sögunni til og munu fara í DIY tilraunaverkefni.


This entry was posted on sunnudagur, 26. janúar 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply