Jæja, núna held ég áfram þar sem frá var horfið í umfjöllun minni um heimatilbúnu jólagjafirnar sem ég fékk þessi jólin. Er rétt að verða hálfnuð svo ég á nó eftir :)
Ég á þrjú ofur krúttleg og yndisleg frændsystkin. Í ár gáfu þau okkur Richard í jólagjöf kaffibolla sem þau máluðu sjálf á. Það hentaði alveg extra vel því þeim tókst að velja samskonar kaffibolla og við eigum fyrir svo þetta gat eiginlega ekki verið betra.
Það er erfitt og eiginlega ekki hægt að gera upp á milli þeirra því þeir eru allir svo ólíkir, en mér finnst þessi númer eitt fyndnastur því hann er eins og fjölskyldumynd af okkur, mér, Richard og Ronju :P Ætli það hafi ekki verið planið líka hahah.
Núna verður bara allt sett í botn í kakó drykkjunni hjá mér svo þessar dúllur fái að gera gagn, Richard er að vísu búinn að prufukeyra þá alla en ég vil ekki vera útundan :P
Þetta finnst mér tilvalin gjöf fyrir fólk sem á "allt", svona ef ykkur vantar hugmyndir fyrir næstu jól :P. Persónulegt og gaman að fá í gjöf og fyrir utan það á fjölskyldan notalega stund saman við að föndra bollana. ....já, eða diskana eða hvað sem ykkur dettur í hug að skreyta.
