Handmaid jólagjafir #1

Ég held ég hafi aldrei fengið jafn fáar jólagjafir og í ár. Elli merki ! ég er alveg viss um það :P
En þær sem ég fékk voru rosa fallegar svo ég er alsæl :) Þetta snýst um innihaldið en ekki magnið, er búin að komast að því.

Ég fékk nokkrar heimatilbúnar jólagjafir í ár sem mér þykir rosa vænt um. Mig langaði svo að sýna ykkur eina þeirra sem ég opnaði 13 des í pakkaleik, en hef ekki enn komið mér í að skrifa þá færslu svo ég er að hugsa um að gera það núna og skrifa svo um hinar næstu daga.

Ég er í nokkrum saumaklúbbum, í einum þeirra höfum við nokkrum sinnum skipst á gjöfum en við höfum aldrei haft sama sniðið á því hvernig það er útfært. Í ár var enn ein breytingin og reglurnar voru ss. þannig að gjöfin varð að vera heimatilbúin og "hráefnið" mátti ekki kosta meira en 2000 kr.
Það eru nokkrar í þessum hópi sem eru rosa flinkar að prjóna (ss. allar nema ég :P ) svo ég óskaði mér um leið og við ákváðum að hafa þetta þema í ár að ég fengi heimaprjónaða vettlinga. (óskin var að sjálfsögðu ekki sögð upphátt)
.....eeeeen ósk mín rættist og gott betur en það !!

Í pakkanum voru steingráir heimaprjónaðir vettlingar og eyrnaband í sama lit. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum henni tókst að búa þetta sjúklega flotta eyrnaband til því það var flétta !!

Fullkomið kombó :) Vettlingar og eyrnaband í stíl !
Með og án flass, er alltaf í vandræðum með að ná almennilegum myndum.

 
Ég er enn í skýjunum :)
Held að þetta "heimatilbúna"-þema sé komið til að vera !


This entry was posted on föstudagur, 3. janúar 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply