Haircut

Mig er búið að langa lengi að klippa vel neðan af hárinu mínu. ...Ég gerði það reyndar fyrir síðustu jól en síðan þá hefur hárið vaxið eins og illgresi og ég er aftur komin með hár langt niður á bak.

Núna banka þessar breytingapælingar mínar hærra en nokkru sinni fyrr og klippingin sem heillar mig mest er klippingin sem Kylie Jenner skartar (Litla systirin í Kardashian famelíunni). Mér finnst þetta bara fullkomnun = Síddin + liturinn + ljósu endarnir. 

 
Kannski smá svindl að þessi dama er með hárgreiðslufólk á sínum snærum sem greiðir henni á hverjum degi. Ég væri eflaust líka svona mikil pæja ef ég ætti þannig á lager í kjallaranum :P Í staðin hendi ég lubbanum upp í snúð og læt þar við sitja.
 
Ætti ég eða ætti ég ekki, það er stóra spruningin :PThis entry was posted on miðvikudagur, 29. janúar 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Haircut ”