Ég væri mikið til í að eignast svona teppi eins og er mynd af hérna að neðan. Ekta til að kúra inní yfir sjónvarpinu á köldum vetrarkvöldum.






Ef ég hefði prjónahæfileika (kann bara að prjóna beint) þá myndi ég skella í eina svona dúllu fyrir fæturnar. Mínir lúnu fætur myndu fara vel ofaná þessu í einhverjum skemmtilegum lit.


Já eða jafnvel svona púðaver.

Þá er bara spurningin: Hvar fær maður svona stóra prjóna og svona þykkt garn. Ég á sjaldan leið í hannyrðabúðir svo ég er ekki vel að mér í þessum efnum. En finnst ég samt eitthvað hálf bjartsýn að ætla að finna þetta á Íslandi.

Það eru til rosaprjónar í föndru minnir mig... En garnið er ekki hægt að fá hérna, nema þú búir það til úr margföldu venjulegu garni... :)
SvaraEyða