Ég elska Ebay og hef verslað þar inni allt á milli himins og jarðar í mörg ár!
Í einni af þessum ferðum mínum þangað inn árið 2010 keypti ég fallega fiðrildaklukku sem ég féll fyrir þegar ég var að skoða vegglímmiða.... þessar ferðirnar mínar taka oft óvænta stefnu eins og einmitt í þetta skiptið.
Ég borgaði að mig minnir 5000 krónur fyrir klukkuna með sendingu, tolli, vsk og öllu því sem tilheyrir.
(Í dag er ég mun flinkari á Ebay og gæti fundið hana mun ódýrari en það er kannski auka atriði í þessari færslu)
Af instagram-inu mínu
Tók þessar af Ebay
Til í nokkrum litum
Stuttu seinna sá ég sömu klukku á heimasíðu Modern.is undir merkinu Diamantini & Domeniconi.
Í dag 2014 kostar hún 33.900 kr.
Ég hef fylgst með þessari klukku hjá Modern síðan ég keypti mína og hún hefur aðeins flöktað í verði, farið bæði upp og niður og fór mest upp í 39.900 ef ég man rétt.
![[Alternative text]](http://www.modern.is/src/60fe90759601e4e3b1d4069ee5d01a3c.jpg)
Myndir teknar af www.modern.is
Munurinn á minni og þessari í Modern er sá að vísarnir á minni eru rauðir og hún er ómerkt.
Ætli þetta sé eitt af þessum hönnunar stuldum eða einskær tilviljun ??
Vá ég er ástfangin af þessari klukku og langar að kaupa hana á ebay, hvað er þín stór í cm??
SvaraEyða