Baby shower - Bleyjukaka

Fyrir jólin héldum við stelpurnar smá babyshower fyrir eina bumbulínu í hópnum.
Í tilefni að því að litla dúllan kom í heiminn í gær þá finnst mér alveg við hæfi að sýna ykkur bleyjukökuna sem ég bjó til fyrir "partýið" eftir að ég var búin að liggja heima eftir endajaxlatöku og googla og youtube-a út í eitt því ég var svo spennt fyrir þessu óvænta boði sem var í uppsiglingu.
Verðandi móðirin vissi að sjálfsögðu ekkert af ráðabruggi vinkenna sinna :P

Ungabarn notar að meðaltali 5 bleyjur (skv. einhverri rannsókn) á dag svo kostnaðurinn í þessu er lúmskur fyrir foreldra svo mér fannst tilvalið að litli vinur minn gæti fengið eitthvað í gjöf sem hann gæti svo sannarlega gefið skít í ;)


Hérna er mynd af því sem ég notaði í kökuna.
Keypti tvo bleyjupakka einn nr. 1 og annan nr. 2. Þar sem ég hef ekkert vit á bleyjum og vissi ekki hvað ég þyrfti margar og þorði ég ekki nema að kaupa sitthvora stærðina, svona just in case :P
Keypti svo pakka af teyjum í allskonar stærðum (ég notaði svona 1/10 af pakkanum svo ef ykkur vantar gúmmíteyjur, plís contact me)
Og bláan borða, keyptur í Rúmtatalagernum. (notaði ekki hvíta borðan á myndinni)

Rúllaði bleyjunni upp og smellti minnstu gúmmíteyjunni utan um. 
(það var tekið fram í einhverju af video-unum sem ég horfði á að muna að þvo sér um hendurnar áður en maður hefst handa :P ) 

Þetta er annar pakkinn upprúllaður !

Ég bjó svo til klasa, misstóra, bara eins og hentaði fyrir hverja "hæð" á kökunni
Raðaði klösunum svo á kökustand, eina hæð ofaná aðra. 
Batt svo borða utanum hverja hæð til að halda henni saman ! 
Komin á borðið :D

Ég var voða glöð með útkonuma, en mun mögulega vefja bleyjunum saman á annan máta ef ég geri svona köku aftur :)

Svo fórum við líka í mjög skemmtilegan leik. Mæli með honum ef þið ætlið að halda svona einhverntíman. 
Allar vinkonurnar komu með mynd af sér síðan þær voru litlar. Ein sá líka um að redda mynd af verðandi mömmunni svo hún sé með í leiknum. Aldurinn var misjafn, allt frá nokkra mánaða og uppí ca. 2-3 ára.
Svo voru myndirnar hengdar upp á karton, númer sett við og allar fengu blöð og áttu að giska hver væri á hvaða mynd. 

Allar að spá og spekúlera !

Svo vorum við líka með spurningaleik, en komumst ekki í að framkvæma hann :/

Yndislegur eftirmiðdagur !! Stund með þessum skvísum klikkar sko seint :)This entry was posted on þriðjudagur, 14. janúar 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply