Ég hef rosa gaman að því að skoða ársuppgjör í myndum sem bloggarar eru nú í óða og önn að pósta á síðurnar sínar.
Ég er að eiga lazy dag í dag og hann virkar þannig að maður á að liggja uppi í sófa og gera ekkert ! ..svo mitt "ekkert" fór í það að fletta í gegnum instagram-ið mitt til að skoða hvað gerðist merkilegt í lífi mínu á þessu ári sem var að renna sitt skeið og er að hugsa um að deila nokkrum punktum með ykkur.
Við byrjuðum 2013 á því að skella okkur í kærustuparaferð á útsölurnar í London
Einn af hápunktum 2013 er klárlega þessi litli ferfætlingur hér sem kom inn í fjölskylduna okkar Richards.
Vissi ekki að það væri hægt að elska svona lítið dýr jafn mikið og ég elska þessa !
Páskaferð á Fjöruborðið á Stokkseyri í bestu humarsúpu sem til er !!
Hús og híbýli kíkti nokkrum sinnum í heimsókn til okkar á árinu :)
Slatti af kósýkvöldum með mínum bestu, gefur lífinu lit !!
Þessar dúllur komu í heiminn, önnur í byrjun febrúar og hin í lok mars, 7 vikur á milli :)
Fékk inngöngu í drauma meistaranámið !!!
Svo ég sagði upp í fatabúðinni sem ég var búin að vera "helgarstarfsmaður" í í 7 ár, hætti að vera áskrifandi að ódýrum fötum. Sorglegt en um leið mjög gleðilegt :D
Fór í vinkonuferð til Köben á Beyonsé tónleika !! Of gott til að vera satt !!!
Ferðin var svo toppuð með því að mín allra besta hvíslaði að mér að hún ætti von á litlu kríli, komin 7 vikur á leið :D :D :D
Þetta frænkukrútt var kosin á þing, yngst allra. ....og þá var við hæfi að skella sér í verslunarleiðangur !
Enn fleiri vinkonustundir !
"Up-greituðum" bílinn okkar, úr gömlum skrjóði í aðeins nýrri bíl.... sem var svo stolið af okkur !!
Með því erfiðara sem ég hef gengið í gegnum í lífinu að díla við tilfinningarnar sem bönkuðu á dyrnar við það atvik. Óska engum að lenda í því sama.
...mest vorkenni ég samt manneskjunni sem gerir svona lagað, ekki vildi ég burðast um með þær tilfinningar.
Sumar-pick nick á Akranes
Grill veislur með góðum vinum ! ...þær hefðu samt mátt vera fleiri. Set það á 2014 planið mitt :)
Útilega með stórfjölskyldunni á Hólmavík, ótrúlega skemmtilegt !
Afmælisgrín í Mogganum !
YNDISLEGUR 26 ára afmælisdagur !! Allt þetta skemmtilega fólk tók kvöldið frá og kom með mér út að borða í tilefni dagsins. Ég á ekki orð hvað ég er rík af góðum vinum <3
Road-trip í Seljavallalaug, Skógarfoss og Seljalandsfoss -- Fallega íslenska náttúra.
Elsku fallega Gyðan mín varð frú og bauð til veislu í Kjós. Fullkominn dagur sem við fengum að upplifa með þeim hjónum.
Þessi bauð mér til Þýskalands með sér...
.....og Frakklands...
.....og Spánar !!
Ógleymanlegt roadtrip :)
Ég verð áskrifandi af spánarferðum hér eftir.
Haustið kom og háskólanámið hófst. Skemmtilegasta nám sem ég hef verið í, sérsniðið fyrir mig :D
Lenti í bekk sem lætur mig hlakka til að mæta í skólann í hvert sinn. Sé framá yndislega tíma með þeim fram að útskrift.
Hin árlega árshátíð 87-kónga var haldin hátíðleg.
Veit ekki hvar ég væri án þeirra <3
Tók þátt í Meistaramánuði í fyrsta sinn
Fékk viðurkenningu fyrir að hafa "lifað gildin" á árshátíð hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá.
Fyrirtækið hefur sett sér gildin Hjálpsemi, Jákvæðni, Umburðalyndi, Frumkvæði og Vinnusemi og samstarfsfólki mínu finnst ég greinilega hafa staðið mig í að lifa samkvæmt þeim.
Ekkert lítið sem ég var þakklát fyrir þetta hrós :) Alltaf gaman að standa sig vel.
Ég leyfði mínum grænu fingrum að láta ljós sitt skína. Gróðursetti í 3 potta, tómataplantan er ein eftir lifandi :$
Stofanði þessa blogg síðu og like-síðu á facebook í kjölfarið :)
Ingibjörg mín gifti sig í nóvember og bauð til veislu. Yndislegt hvað við gömlu vinnufélagarnir höldum alltaf góðu sambandi :) Ómetanlegt.
Litla íbúðin okkar fór í jólabúninginn en við fjölskyldan áttum frekar skrítin jól í ár því milli jóla og nýjárs kvaddi ég elsku besta afa minn. Mjög erfitt, en ég get verið þakklátt fyrir góðu minningarnar sem ég geymi <3
Svo höldum við inn í árið 2014 !!
Óskrifað blað og nóg pláss fyrir fullt af ævintýrum :) Ég er að hugsa um að láta eitthvað af draumunum mínum rætast ! Enn þú ??
Takk fyrir að lesa !
Gleðilegt nýtt ár dúlla og takk fyrir það gamla :*
SvaraEyðakv Arnie Gee
Gleðilegt ár elsku Bára mín og takk fyrir árið 2013.... Ég segi að við bætum líka við fleiri útilegum ásamt grillunum fyrir árið 2014 ;)
SvaraEyðaGleðilegt nýtt ár Bára mín - ég þarf greinilega að taka mig á í vinkonuhittingum á nýju ári og tek því undi rmeð Sigdísi! ;)
SvaraEyðaAbba
vá ... æðislega gaman að lesa þetta ársyfirlit hjá þér:) aldeilis að þú hefur gert mikið af skemmtilegum hlutum.. og farið mikið erlendis:) lucky lucky...
SvaraEyðaÞú og kæró eruð alveg nokkrum númerum of krúttleg!
Þú ert svakalega dugleg, og lætur svo sannarlega drauma þína rætast♥
samhryggist innilega með afa þinn elskan min♥
hlakka til að fylgjast með þér á þessu nýja ári:)
Knús
Ausa sys♥
Gleðilegt ár elsku Bára mín ♥ ég fékk alveg spennufiðring í mallakútinn við að lesa þetta blogg!! Hlakka til að búa til nýjar 2014 minningar með þér ;) ;)
SvaraEyðaKv. Harpa