Archive for janúar 2014

Dökkur varalitur !

Ég er alltaf að falla meira og meira "in love" við dökka varaliti.
Veit ekki alveg hvort ég leggi í svartan eins og MAC var að kynna fyrir stuttu, en hver veit hvað gerist eftir nokkrar kjarkæfingar :P

demi lovato bohemian black lipstick
Demi Lovato með svartan

-----

Ég hef meira verið í dökkuvaralitunum með fjólutónunum. 

berry lip
Ég er að ELSKA þennan !!

About Town with Forever 21 / Barefoot Blonde
Þessi pæja er með varalitinn -- kemur sjúklega vel út !

Hérna eru tvær myndir af kjarkæfingunum sem ég hef verið í undanfarið :P


Finnst ég ennþá soldið eins og mansonisti, en það lagast vonandi :P


4 Comments »

GLEÐILEGAN FÖSTUDAG

Úff hvað það var yndislegt að komast aftur í höfuðborgina í morgun eftir sólarhring í Vestmannaeyjum.
...langt síðan ég hef verið jafn fegin að komast í helgarfrí og núna eftir þessa vinnutörn.

Fallega borg <3

Njótið helgarinnar í botn elskurnar mínar! Ég mun svo sannarlega gera það með tærnar upp í loft :)

 

No Comments »

Hengirúm fyrir hund

Ég á pínulítinn og sætan hund sem heitir Ronja.
Hún er svo lítil að hún hoppar ekki sjálf upp í sófa.... sem er kannski lúxus svo ég get stjórnað hvort hún komi uppí eða ekki. En getur verið óttalega pirrandi þegar hún er á rápi. 
 
Kúrudýrið
 
Ég rakst á þessa snilldar hugmynd (reyndar fyrir kött en Ronja er í sama stærðarflokki) á vafri um veraldarvefinn og fannst þetta kjörið handa Ronnsý litlu. Fínt að geyma hana bara undir sófa.
 
 
Djók, þetta er það ljótasta sem ég hef séð !
 
 
- B.

No Comments »

Butterfly klukka

Ég elska Ebay og hef verslað þar inni allt á milli himins og jarðar í mörg ár!


Í einni af þessum ferðum mínum þangað inn árið 2010 keypti ég fallega fiðrildaklukku sem ég féll fyrir þegar ég var að skoða vegglímmiða.... þessar ferðirnar mínar taka oft óvænta stefnu eins og einmitt í þetta skiptið.

Ég borgaði að mig minnir 5000 krónur fyrir klukkuna með sendingu, tolli, vsk og öllu því sem tilheyrir.
(Í dag er ég mun flinkari á Ebay og gæti fundið hana mun ódýrari en það er kannski auka atriði í þessari færslu)

Af instagram-inu mínu

Tók þessar af Ebay 
Til í nokkrum litum 


Stuttu seinna sá ég sömu klukku á heimasíðu Modern.is undir merkinu Diamantini & Domeniconi.
Í dag 2014 kostar hún 33.900 kr.
Ég hef fylgst með þessari klukku hjá Modern síðan ég keypti mína og hún hefur aðeins flöktað í verði, farið bæði upp og niður og fór mest upp í 39.900 ef ég man rétt. 

[Alternative text]
[Alternative text]
Myndir teknar af www.modern.is

Munurinn á minni og þessari í Modern er sá að vísarnir á minni eru rauðir og hún er ómerkt.

Ætli þetta sé eitt af þessum hönnunar stuldum eða einskær tilviljun ??1 Comment »

Ísland er landið...

Vinnan mín getur verið svo allskonar. 

Í dag fór ég í smá roadtrip austur fyrir fjall og eyddi bróðurpartinum úr deginum mínum þar í góðum félagsskap. 
Það var svo ótrúlega fallegt veður á heiðinni, 5 stiga frost og blanka logn svo ég mátti til með að smella myndum út um gluggann á grænu þrumunni um leið og ég brunaði yfir.


Hvort ég náði að fanga þetta fallega móment sem ég átti þarna í bílnum verður hver að dæma fyrir sig. Mér fannst amk. alveg magnað að keyra í gegnum þessa fallegu náttúru með tónlistina í botni. 

Ég hef áður átt svona móment uppi á þessari heiði. Í eitt skipti henti ég myndinni inn á Instagram, finnst fátt toppa hana.


Elsku fallega Ísland !No Comments »

Haircut

Mig er búið að langa lengi að klippa vel neðan af hárinu mínu. ...Ég gerði það reyndar fyrir síðustu jól en síðan þá hefur hárið vaxið eins og illgresi og ég er aftur komin með hár langt niður á bak.

Núna banka þessar breytingapælingar mínar hærra en nokkru sinni fyrr og klippingin sem heillar mig mest er klippingin sem Kylie Jenner skartar (Litla systirin í Kardashian famelíunni). Mér finnst þetta bara fullkomnun = Síddin + liturinn + ljósu endarnir. 

 
Kannski smá svindl að þessi dama er með hárgreiðslufólk á sínum snærum sem greiðir henni á hverjum degi. Ég væri eflaust líka svona mikil pæja ef ég ætti þannig á lager í kjallaranum :P Í staðin hendi ég lubbanum upp í snúð og læt þar við sitja.
 
Ætti ég eða ætti ég ekki, það er stóra spruningin :P1 Comment »

DIY - RISAprjón, innblástur

Þetta finnst mér svolítið fallegt. Gróft prjón úr þykku garni.
Ég væri mikið til í að eignast svona teppi eins og er mynd af hérna að neðan. Ekta til að kúra inní yfir sjónvarpinu á köldum vetrarkvöldum. 

knitting.
knit knit knit
hand-knitting
how I feel right now, if only I could knit.
knit
Chunky Knit Corriedale Wool Throw by GraphiteHandKnit on Etsy, £120.00

Ef ég hefði prjónahæfileika (kann bara að prjóna beint) þá myndi ég skella í eina svona dúllu fyrir fæturnar. Mínir lúnu fætur myndu fara vel ofaná þessu í einhverjum skemmtilegum lit.

Woolen tabouret #tabouret #homedecor #furniture
knitting

Já eða jafnvel svona púðaver.

Giant Knit BIG Cushion cover- Pillow super CHUNKY cotton rope. $95.00, via Etsy.

Þá er bara spurningin: Hvar fær maður svona stóra prjóna og svona þykkt garn. Ég á sjaldan leið í hannyrðabúðir svo ég er ekki vel að mér í þessum efnum. En finnst ég samt eitthvað hálf bjartsýn að ætla að finna þetta á Íslandi.


1 Comment »

Sannleikskorn

Mikill sannleikur í þessu gullkorni !!
Eitt lítið bros getur gert svo mikið fyrir mann. Finnst alltaf jafn vinalegt & notalegt þegar ég labba um bæinn og fólk brosir vingjarnlega til mín. Kostar ekki krónu en gerir svo mikið.
Ætla að reyna að tileinka mér þetta meira.. þeas. að brosa af fyrra bragði :D 

- B. 

No Comments »

Blogg maraþon

Eins og þið hafið kannski tekið eftir hafa streymt inn nokkrar bloggfærslur á dag frá því á sunnudaginn :)

Það er stund milli stríða í skólanum hjá mér svo ég leyfi blogginu að blómstra á meðan !
Elska að gera "ekkert" - Baka pönnsur, gera huggulegt heima hjá mér og fara út að labba með hundinn <3 Svona sjálfsagðir hlutir verða svo mikils virði þegar maður er busylady eins og ég er búin að vera síðastliðnar vikur og mánuði. 
Svo ég ætla að njóta extra mikið þangað til næsta lota skellur á með tilheyrandi verkefnavinnu og lærdómi.

 <3 No Comments »

Haircut !

Ef ég væri gaur þá myndi ég fá mér þessa klippingu....

men-the-undercut-Edward-Honaker
men-undercut-long-hair
13bg
street-style-men-undercut
men-shaved-sides-hairstyle

michaelpitthairstyle
men-styles-undercut

....skemmtileg tilviljun að kærastinn minn sé með þessa klippingu !!

- B. 

No Comments »