Word !

Ég má til með að deila þessu með ykkur. Þetta lýsir viðhorfum mínum svo vel. Ég komst frá fyrri málsgreininni til þeirrar seinni með sjálfsskoðun og tiltekt í mínu andlega lífi. Eitthvað sem allir ættu að gera reglulega og viðhalda. Það er svo vont að vera heltekinn af áliti annarra.

Þegar ég lít í kringum mig og skoða hvort mér líki við fólk er ég líka laus við fordóma- og dómaragleraugun sem ég gekk með í mörg ár. Í dag skoða ég hvernig nærveru fólk hefur og reyni að komast hjá því að umgangast neikvætt fólk í of miklum mæli því neikvæði getur verið svo fjandi smitandi.... Jafn smitandi og jákvæðni, en mér líður mun betur í kringum þannig típur :)

Kv. Bára

This entry was posted on mánudagur, 30. desember 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply