Tom Dixon - Kertastjakar

Ég hef haft augastað á fallegu kertastjökunum hans Tom Dixon í svolítinn tíma.

Dönsk dama sem ég er að followa á instagram er roooosa dugleg að pósta myndum af fallegu hlutunum sínum og þar á meðal þessum kertastjökum.... og ég fell meira fyrir þeim í hvert sinn !! Þið getið fundið hana undir @lenaskru á insta.
EEEEEEENNNN þessi færsla átti ekki eingöngu að snúast um að dásama þessa fallegu kertastjaka, þótt þeir eigi það að sjálfsögu skilið.

Ég fór í Rúmfatalagerinn í gær (þegar ég átti að vera að læra) til að bæta aðeins í jólaseríuflóð heimilisins. Þar rakst ég á "eftirlíkingu" ef svo mætti kalla, af þessum dásamlegu kertastjökum hans Tomma :P Hhahahah þessi nær samt ekki að heilla mig neitt og ég fór eiginlega bara að hlæja þegar ég sá þetta. Skemmti mér meira að segja svo vel í búðinni að ég varð að smella myndum af þessu til að sýna ykkur.


This entry was posted on miðvikudagur, 4. desember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply