Ostabúðin á Skólavörðustíg

Ég var að koma úr endjaxlatöku og langar að borða heiminn ég er svo svöng ! 

Ég er ekki manneskjan sem á mat fyrir áhugamál en ég bara verð að segja ykkur frá best geymda leyndarmáli Reykjavíkurborgar (svona í tilefni þess að ég er með mat á heilanum þessa stundina). 
Það er kjallarinn á Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Þar er hægt að fá heimsins bestu fiskisúpu sem ég hef smakkað ! Eldhúsið er bara opið í hádeginu á virkum dögum og það eru nokkrir réttir á matseðlinum, fiskisúpan er eitt af því sem er alla daga, en svo er fiskur dagsins, súpa dagsins og fleira góðgæti í boði. Það er yfirleitt stappað þarna svo ég mæli með því að koma annað hvort áður en klukkan slær 12 eða eftir hádegismatartörnina, staðurinn er opinn til kl 14. En auðvitað er líka hægt að taka alla réttina í take away. 

Þar sem ég get ekki tuggið hafði ég hugsað mér gott til glóðarinnar og ætlaði að senda Richard út á Skólavörðustíg að sækja fyrir mig fiskisúpuna gómsætu í hádeginu í dag! Var búin að vera með vatn í munninum síðan í gær.... eeen þegar ég hringdi og ætlaði að panta þá var mér tilkynnt að eldhúsið væri lokað fram yfir hátíðar, bara hægt að fá langlokur og súpu dagins (sem var lauksúpa í dag og heillaði mig ekki því ég var búin að ákveða að ég ætlaði að fá fiskisúpuna). Svo það var enn eitt drykkjarjógúrtið fyrir mig :(

Þessi er tekin þegar ég fór með stelpunum um daginn.

En ég mana ykkur að gefa ykkur tíma á nýju ári og tékka á þessum stað ! Verðið er gott og maturinn enn betri, hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum ! 

Í sárabætur fyrir súpulausan dag ætlar mamma dúlla að koma í heimmara í kvöld og elda fyrir mig ungverska gúllassúpu sem er svo bragðgóð og sterk að ég get vel sleppt kjötinu og dúllinu sem er í henni og borðað hana eintóma. 

Stundum er nauðsynlegt að vera dekurrófa. 


This entry was posted on miðvikudagur, 18. desember 2013 and is filed under , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply