Krukkuæðið...

Þegar maður á að vera að læra fyrir próf er svo ótrúlega gaman að gera eitthvað allt annað en að læra...
....og ég er soldið búin að vera að gera það undanfarið! Afraksturinn af þessu "allt öðru en að læra" eru ma. nokkrir pakkar frá ebay vini mínum. Hlakka til að sýna ykkur :)
 
Eitt af því sem mig kítlar í puttana að panta þessa stundina eru þessar skrambans krukkur sem eru svo mikið æði núna. Hugsa samt að ég leyfi þeirri bólu að fara fram hjá mér. Ég lifi góðu lífi án þess að eignast þær og er líka með eldhússkápa sem eru að springa af glösum.
 
Eeeeennn.. ég var aðeins að heimsækja þær á ebay áðan og það leiddi mig á þessar krukkur hérna sem mér finnst fullkomnar !!
 
 
Þær eru á útsölu núna og eru tæplega gefins $1,52 !!! (ca. 180 ISK)
 
Voru reyndar ekki á ebay heldur á síðu sem var svo snjöll að auglýsa á ebay svo ég veit ekki hvort þau senda til íslands, en fyrir áhugasama má skoða þær HÉR.
 
 


This entry was posted on miðvikudagur, 11. desember 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply