Kæru foreldrar...

Ég má til með að deila þessu með ykkur, 

Þar sem ég er ekki foreldri hef ég aldrei "þurft" að hóta barninu mínu, en hef samt ansi sterkar skoðanir á þessu málefni. 

Ég fæ alltaf illt í hjartað þegar ég heyri foreldra hóta börnunum sínum og standa ekki við það sem hótað var...og ætla í raun og veru aldrei að gera það. 

Klassíska dæmið er sennilega "Ef þú klárar ekki matinn þinn þá færðu ekki eftirrétt!" barnið klárar ekki matinn sinn og viti menn... fær samt eftirrétt ! 
Ég held að foreldrar geri sér ekki almennilega grein fyrir hvað þeir eru að gera með þessu, en fyrir mér eru þetta mjög misvísandi skilaboð og ekki samræmi á milli þess sem sagt er og því sem gert er. Börn eru fljót að læra þetta og fara út í lífið með svona breglað viðhorf, "það er ekki alltaf hægt að treysta því sem sagt er". 

Það hlýtur bara að vera til önnur leið, eins og td. að nota val "þú mátt velja hvort þú borðar 4 eða 5 bita áður en þú gegnur frá disknum og færð eftirrétt" eða einfaldlega sleppa þessum hótunum bara því þær svara engum tilgangi þegar ekki er farið eftir þeim. 


Lögreglan póstaði þessu á fb og mér finnst þetta mjöööög góður punktur: 


Eins og ég tók fram í upphafi er ég ekki foreldri það getur vel verið að ef ég verð svo lánsöm að verða foreldri einn góðan veðurdag að ég detti í hótunarpakkann. Hver veit, en þið minnið mig þá vonandi á og bendið mér á aðrar leiðir sem hafa virkað ;)

over and out

- B. 

This entry was posted on mánudagur, 16. desember 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply