Ísland úr bútasaum

Ég er greinilega rosa stoltur íslendingur því allt sem er formað eins og Ísland í laginu heillar mig eitthvað rosa mikið þessa dagana.

Ég fór á jólahlaðborð á hótel Rangá á laugardaginn og á þessu rómantíska sveitahóteli hékk svo ótrúlega fallegt bútasaumsteppi uppi á vegg. Veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem ég myndi hafa upp á vegg hjá mér, en þetta passaði fullkomlega inn í umhverfið þarna. Ekta í sumarbústaðinn !

Ég bara varð að taka mynd af því til að sýna ykkur. 

 
 
 


Get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé MEGA vinna, en fallegt er þetta, því verður ekki neitað !

This entry was posted on mánudagur, 9. desember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply