Þessi einfalda, látlausa og fallega jólaskreyting er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að leika eftir.
Það sem þarf er..
- 3 krukkur - fallegt að hafa þær misstórar
- Nokkrar trjágreinar - Skelltu þér út í garð með skæri !
- Nokkrir könglar - Öskjuhlíðin lumar á heilum helling af könglum svo þú þarft ekki að fara út fyrir borgarmörkin :P
- Kerti - Kubbakerti eða sprittkerti, það skiptir ekki öllu
- Band / borði / snæri / krulluband - Eftir smekk og hugmyndaflugi
- Bakki - ekki endilega must að mínu mati, kemur örugglega mjög vel út að láta þetta standa á borði eða hillu án bakkans.
- Jólaskraut til að hengja á greinarnar - less is more

