Um daginn bloggaði ég um hollara jóla"konfekt" sem hægt væri að búa til sjálfur. (sjá
HÉR)
Ég fékk nokkur skot frá fólki sem þekkir mig vel í kjölfarið, því ég er ekki þessi hollustu típa og sting mér á bólakaf í konfekt kassana um leið og það stendur til boða... svo grænmetistré er ekki alveg eitthvað sem ég væri æst í að borða. ...nema með mayonnaise ídýfu á kantinum að sjálfsögðu :P
Þessi hérna væru mögulega eitthvað sem myndi heilla mig meira :
Ávaxtaveisla !! Hérna er meira að segja keilan að innan ekki keypt heldur notast við gulrót og epli, algjör snilld :)
Ummmmmmm.. og jarðaber klikka aldrei ! Sérstaklega ekki þegar súkkulaði er notað sem lím.
Stjarnan á toppnum er gerð þannig að þú bræðir súkkulaði, lætur það svo leka á smjöpappír og "teiknar" með því stjörnu, skellir þessu svo inn í ískáp eða frysti þangað til súkkulaðið er orðið hart.
Svo finnst mér þetta jólatré snilld fyrir brönsinn :D
Magnað hvað fólk er hugmyndaríkt og duglegt að dúlla sér í eldhúsinu !