Bolur ? Kjóll ? Peysa ?

Ég ætla að halda áfram að sýna ykkur úr ebay körfunni minni :P

Þessi peysa, bolur, kjóll eða hvað sem þetta er kom inn um lúguna á dögunum. Var búin að horfa á hann í svolítinn tíma áður en ég lét til skarar skríða og ýtti á buy. 

Ég er rosa gjörn á það að kaupa mér siffon skyrtur og aðrar "kaldar" flíkur í vinnuna, sem mig langar svo núll að fara í á morgnanna þegar hitamælirinn sýnir mínustölu. 
Svo mér fannst þessi flík kjörin til að bregða sér í á köldum vetrar morgnum, plain en passlega lummuleg svo hægt sé að fara í henni í vinnuna.
Hægt að poppa hana upp með fallegu hálsmeni, leggings (mögulega munstruðum eða í lit) og hælum :D

Lyftan var biluð svo ég splæsti í klósettpósu :PÞað var bæði hægt að fá hann í svörtu og gráu.
Ég borgaði fyrir þetta litla $ 11.97 (1400 ISK) og það var frír sendingakostnaður :D
-Gjöf en ekki gjald-

Over and out

B. 

This entry was posted on þriðjudagur, 17. desember 2013 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

7 Responses to “ Bolur ? Kjóll ? Peysa ? ”

 1. litli ebay snilli:) glæsó
  - auður haf.

  SvaraEyða
 2. áttu link á þessa flík á ebay?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já, prófaðu þessa hérna:

   http://www.ebay.com/itm/390654790228?var=660160551760&ssPageName=STRK:MEWAX:IT&_trksid=p3984.m1423.l2649

   Eyða
  2. Eða þú getur líka prófað að leita eftir þessu á Ebay "Fashion Womens Batwing Sleeve Casual Blouse Tops Loose Cotton Long Tee T-Shirt"

   Eyða
 3. Hvaða stærð er þinn bolur/kjóll? :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Minnir að hann sé stærð 10 :) Ég bretti upp á ermarnar á honum, finnst þær alltof víðar :/

   Eyða