5 ráð til að auka gleðina á aðventunni


  1. Forgangsraðaðu. Það er svo margt skemmtilegt í boði í desember að manni langar að gera það allt! Of mikið af hinu góða veldur streitu. Veldu það sem gefur þér mesta gleði og njóttu þess, slepptu því sem minna máli skiptir.
  2. Einfaldaðu. Piparkökudeigin sem fást í stórmörkuðum er himnasending á heimili nútíma fólks. Í stað stórveislu eru einfaldar og notalegar stundir með þínum nánustu kannski málið.
  3. Nægur svefn. Það fer einfaldlega allt í klessu þegar við hvílumst ekki nóg. Þegar jólapróf og langir vinnudagar toga í mann á aðventunni, ofan í allt annað, er mikilvægt að passa uppá svefninn.
  4. Góðverk. Það er fátt jafn gefandi og að láta gott af sér leiða. Hvort sem það er að styrkja góðgerðarsamtök eða skjótast í búð fyrir einhvern í fjölskyldunni eða hjálpa til við jólahreingerninguna. Jólin eru tími góðverka.  
  5. Andaðu. Gefðu þér 10 - 20 mínútur á dag til að gera ekki neitt. Hlustaðu á fallega jólatónlist, kveiktu á kerti og njóttu töfra jólana sem eru allt í kring.   
Dale Carnegie sendir mér reglulega pósta. Þessi kom í dag og mig langaði að deila honum með ykkur. Eitthvað sem gott er að hafa á bak við eyrað þar sem aðfangadagur nálgast óðfluga...
 
 
 

This entry was posted on þriðjudagur, 10. desember 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply