Á sunnudagskvöldið ákváðum við sambýlingarnir að gera vel við okkur og fórum út að borða á Tapasbarinn.
Ég hef oft farið á þennan litla sæta stað en aldrei verið jafn óhress með matinn og í þetta skipti. Hann var samt alls ekki vondur, en bara alls ekki góður heldur. En fallegur var hann....
Eftir staðarlotuna í skólanum þessa helgina var ég komin VEEEELLL út fyrir þægindarammann svo ég ákvað að vera þar áfram og við fórum í óvissuferð. Matvanda ég á rosa erfitt með svoleiðis svo við völdum okkur :
Del cocinero
- Kokkurinn velur hvítlaukristaða humarhala, nautalundir á spjóti og bætir við fjórum leyndarmálum úr eldhúsinu.



- B.