Tapasbarinn

Á sunnudagskvöldið ákváðum við sambýlingarnir að gera vel við okkur og fórum út að borða á Tapasbarinn.
Ég hef oft farið á þennan litla sæta stað en aldrei verið jafn óhress með matinn og í þetta skipti. Hann var samt alls ekki vondur, en bara alls ekki góður heldur. En fallegur var hann....

Eftir staðarlotuna í skólanum þessa helgina var ég komin VEEEELLL út fyrir þægindarammann svo ég ákvað að vera þar áfram og við fórum í óvissuferð. Matvanda ég á rosa erfitt með svoleiðis svo við völdum okkur :

Del cocinero

  • Kokkurinn velur hvítlaukristaða humarhala, nautalundir á spjóti og bætir við fjórum leyndarmálum úr eldhúsinu.



 
Það besta var Serrano skinkan, úff hvað hún var góð. Rest var bara "la-la". Ég klappa sjáfum mér samt rosalega fast og þétt á bakið fyrir að hafa smakkað allt. Það er ekki á hverjum degi sem það gerist :D
 
Rúsínan í pylsuendanum var svo þessi dásemdardrykkur hér og nýja uppáhaldið mitt : Chili mojito ! Ef þú hefur ekki smakkað hann nú þegar þá skaltu bara drífa í því hið snarasta ;)

 
Eitt sem við settum á jólagjafaóskalistann okkar eftir þessa máltíð og það eru svona trébretti sem hægt er að nota sem diska. Ef einhver veit hvar svoleiðis snilld fæst þá má hinn sami endilega senda mér línu

- B.

This entry was posted on þriðjudagur, 5. nóvember 2013 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply