Spegill, spegill hermd þú mér..


Ég fann þennan sæta gamaldags spegil í Góða hirðinum fyrir ekki svo löngu síðan, skítugan og subbó.... á heilar 1500 krónur :P
Þar sem ég er með æði fyrir hvítu þessa dagana ákvað ég að gefa honum smá make over til að hann myndi passa betur inn til okkar.

FYRIRGrænn og glæsilegur verðmiði úr Góða :D
Grá ryk skán á spegla greyinu.
Fyrsta skref var að þurrka af honum með rökum klút til að spreyið festist betur á
Hálfnað verk þá hafið er..

EFTIR
Svona fékk hann að þorna
Vollá !! Reddý

Núna þarf ég bara að finna fallegan stað fyrir hann, þar sem hann fær að njóta sín.

XoXo -- Bára

This entry was posted on mánudagur, 18. nóvember 2013 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Spegill, spegill hermd þú mér.. ”

  1. Hvernig spray ertu að nota? :)

    SvaraEyða
  2. Ég er ekki viss hvað merkið heitir, en ég keypti það í Bauhaus.
    Það er hvítt & matt. Virkar frekar vel að mínu mati því ég fór bara eina umferð.

    SvaraEyða