Ronja

Ég á óendanlega sætan og góðan hund sem heitir Ronja. Hún er ca. 10 ára gömul Chihuahua tík.
Við fengum hana til okkar í janúar 2013 og ég skil eiginlega ekki hvernig ég gat lifað án hennar.

Ég væri alveg til í að allar bloggfærslurnar mínar væru um hana og allar instagram myndirnar mínar, en ég ætla að hlífa ykkur og gera þessvegna bara eina stóra núna <3

Ég hef aldrei átt gæludýr fyrr en ég fékk hana (fyrir utan nokkra gullfiska) en alltaf verið hrifin af hundum og draumurinn í undirmeðvitundinni alltaf að fá sér einn þótt ég hafi verið soldið smeik við að kíla á það.
Þar af leiðandi vorum við frekar heppin þegar tækifærið um að passa Ronjuskottið í 3-4 mánuði datt upp í hendurnar á okkur og við gátum ekki sagt nei við því...sem þróaðist reyndar yfir í að við ættleiddum hana formlega í apríl 2013 :)

Þessi hundur er einn magnaðasti karakter sem ég þekki, ég get endalaust hleygið að henni og vittleysunni sem henni dettur í hug. ....hún gerir yfirleitt aldrei neitt af sér, nema þegar hún nagaði öryggisbeltið í bílnum eða kúkaði á gólfið í stofunni. Það var ekkert spes.
Hún festi sjálfan sig líka einu sinni undir ofninum í svefnherberginu og ég fann hana ekki strax þegar ég kom heim úr vinnunni.... en það var hægt að hlæja eftirá, þegar ég var búin að jafna mig.

Við vinkonurnar förum út að labba eftir vinnu svona ca.4-5 sinnum í viku. Þessar gönguferðir eru eflaust betri fyrir mig en hana þar sem ég er mjög slæm í bakinu en eftir að ég fór að ganga svona reglulega með hana er ég mun skárri í bakinu !!

Ég hef aldrei þurft að hugsa um neitt nema rassgatið á sjálfri mér svo það var rosalega þroskandi fyrir mig að þurfa að bera ábyrgð á einhverju öðru en sjálfri mér, fyrir utan að ég vissi ekki að það væri hægt að elska neinn jafn skilyrðislaust og ég elska þetta litla kríli.


Á morgun ætlar hún að fara í jólaklippinguna ! Hahahhaha !!
Mig hefði aldrei grunað ég yrði þessi típa, en ég treysti mér ekki til þess að klippa hana sjálf og hún þarf að losna við tjásurnar í feldinum. 
Með því fyndnara sem ég hef gert að hringja og panta klippingu fyrir hundinn, þegar ég var spurð "Hvað á að láta gera við hana ?" ...mig langaði mest að segja "strípur og klippa toppinn". 

STEIK !

Ég elska að vera hundamamma <3

- B.


This entry was posted on sunnudagur, 3. nóvember 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Ronja ”