Í síðustu viku fór ég í smá sveitaferð á mínar æskuslóðir í Hafnarfjörðinn.... hahah ótrúlegt hvað mér finnst langt í Hafnarfjörð eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar, nota bílinn minn svo sjaldan að það er alveg hátíðleg athöfn þegar ég sest inn í hann og legg upp í langferð :P
Tilefni þessarar ferðar var úlpa sem ég bara rakst á á facebook og það varð ást við fyrstu sýn !! Karrýgul og með mest djúsí hettu sem ég hef séð, er eins og eskimói ef ég set hana á hausinn, en þegar ég er með hana niðri er hún eins og fullkominn djúsí loðkragi.
6 mínútum eftir að myndin af úlpunni kom inn á facebook var ég búin hringja og láta taka hana frá og klukkutíma síðar var hún orðin mín !! (það þarf að leggja mig inn ! #shopaholic)
Mæli svo með því að þið kíkið í þessa litlu sætu búð á Linnetstíg í Hafnarfirði (við hliðina á Íslandsbanka). Búðin heitir Strangers og er bæði fyrir stelpu og stráka. Það sem kom mér mest á óvart við búðina var verðið !! Ótrúlega sanngjarnt verð fyrir flott föt, eitthvað sem hægt að segja um
fæstar íslenskar fatabúðir nú til dags.
Til samanburðar var Gallerí 17 að pósta mynd á instagram í dag af þessum stuttermabolum sem kosta 7.990 kr. ...get ekki sagt að ég hoppi jafn hátt í sætinu yfir því :/
Strangers er búin að vera opin í ca. 1 mánuð og ég verð eiginlega bara að fagna því að það sé að bætast í miðbæjarlífið í Hafnarfirðinum ! Vantar bara fleiri veitingastaði og þá er ég viss um að fólk væri mikið meira að rölta niður í bæ en hefur verið síðustu ár.
Opnunartíminn er : mán - föst 12 - 18 og laug 12 - 16
HÉRNA er facebook síðan þeirra
xo xo
Sjúk úlpa! Gæti vel ímyndað mér að flytja lögheimilið mitt í þennan loðkraga! Verðið á þessum stuttermabolum finnst mér hinsvegar ruuugl! hvað er að frétta!
SvaraEyðaKræst það er náttúrulega ekki í lagi með verðlagninguna þarna í 17 :/
SvaraEyðaEn úlpan er gordjöss Bára... ég þarf alveg nauðsynlega að eignast hana! :)
-Ingunn
jidúdda hvað hún er falleg! ég væri til í að sjá mynd með hettuna á! :)
SvaraEyða-Berglind