New in - Eskimóa úlpa

Í síðustu viku fór ég í smá sveitaferð á mínar æskuslóðir í Hafnarfjörðinn.... hahah ótrúlegt hvað mér finnst langt í Hafnarfjörð eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar, nota bílinn minn svo sjaldan að það er alveg hátíðleg athöfn þegar ég sest inn í hann og legg upp í langferð :P
Tilefni þessarar ferðar var úlpa sem ég bara rakst á á facebook og það varð ást við fyrstu sýn !! Karrýgul og með mest djúsí hettu sem ég hef séð, er eins og eskimói ef ég set hana á hausinn, en þegar ég er með hana niðri er hún eins og fullkominn djúsí loðkragi.
6 mínútum eftir að myndin af úlpunni kom inn á facebook var ég búin hringja og láta taka hana frá og klukkutíma síðar var hún orðin mín !! (það þarf að leggja mig inn ! #shopaholic)
Mæli svo með því að þið kíkið í þessa litlu sætu búð á Linnetstíg í Hafnarfirði (við hliðina á Íslandsbanka). Búðin heitir Strangers og er bæði fyrir stelpu og stráka. Það sem kom mér mest á óvart við búðina var verðið !! Ótrúlega sanngjarnt verð fyrir flott föt, eitthvað sem hægt að segja um fæstar íslenskar fatabúðir nú til dags.


Úlpan var á 14.990 kr.

Til samanburðar var Gallerí 17 að pósta mynd á instagram í dag af þessum stuttermabolum sem kosta 7.990 kr. ...get ekki sagt að ég hoppi jafn hátt í sætinu yfir því :/


Strangers er búin að vera opin í ca. 1 mánuð og ég verð eiginlega bara að fagna því að það sé að bætast í miðbæjarlífið í Hafnarfirðinum ! Vantar bara fleiri veitingastaði og þá er ég viss um að fólk væri mikið meira að rölta niður í bæ en hefur verið síðustu ár.

Opnunartíminn er : mán - föst 12 - 18 og laug 12 - 16 

HÉRNA er facebook síðan þeirra

xo xo 

This entry was posted on miðvikudagur, 27. nóvember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

3 Responses to “ New in - Eskimóa úlpa ”

 1. Sjúk úlpa! Gæti vel ímyndað mér að flytja lögheimilið mitt í þennan loðkraga! Verðið á þessum stuttermabolum finnst mér hinsvegar ruuugl! hvað er að frétta!

  SvaraEyða
 2. Kræst það er náttúrulega ekki í lagi með verðlagninguna þarna í 17 :/

  En úlpan er gordjöss Bára... ég þarf alveg nauðsynlega að eignast hana! :)

  -Ingunn

  SvaraEyða
 3. jidúdda hvað hún er falleg! ég væri til í að sjá mynd með hettuna á! :)
  -Berglind

  SvaraEyða