Íslenskt í jólapakkann - Tréleikur

Ég elska íslenskt og finnst gaman að styrkja íslenska hönnuði. Ég man ekki hvernig ég rakst á Tréleik, en það er íslenskur smíðakennari sem er með skemmtilega framleiðslu heimahjá sér. Þið getið followað hann á instagram undir @treleikur eða á facebook hér svo heldur hann úti heimasíðunni tréleikur.is  

Tréleikur framleiðir meðal annars "Heima er best" stafi og tekur sérpantanir svo maður getur fengið sinn texta skorinn út í tré og málað sjálfur eða fengið Tréleik til að mála fyrir mann í hvaða stærð sem er.


Richard hefur alltaf langað að húsið sitt heiti eitthvað eins og svo mörg hús í miðbænum gera, "Hjalli", "Jónshús", "Guðmundsstaðir" og þar frameftir. Djókaði alltaf með að hans hús ætti að heita "Dickmundstaðir" ... ég var ekki alveg sammála því en langaði samt að taka þátt í djókinu svo ég gaf honum skilti, sem ég pantaði hjá Tréleik.  -- "O´Brien setrið"

Skiltið komið upp heima

Hvort að það er smekklegt að hafa svona skilti hangandi upp á vegg hjá sér má hver sem er mynda sér skoðun á og hafa fyrir sig, en við hlæjum að þessu og finnst þetta ekkert verra en "Heima er best". 

Tréleikur er með annað sniðugt sem er að mínu mati fullkomið í jólapakkann fyrir bókaormana sem leynast í hverri fjölskyldu. -- Bókamerki ! Kosta litlar 2000 kr. og hægt að panta inná www.treleikur.is !!


Jébb, ég er komin í jólafíling :D 

-- Bára

This entry was posted on sunnudagur, 24. nóvember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Íslenskt í jólapakkann - Tréleikur ”

  1. Finnst þetta ótrúlega krúttlegt hjá ykkur :) mega dúlló!

    Elska bloggið þitt, það er sko komið í favorites, áfram þú :)

    SvaraEyða