Íslenskt, já takk

Elsku besti frændi minn varð meistari á laugardaginn, systir hans var á leið út til Danmerkur til hans til að vera viðstödd herlegheitin og var með pláss fyrir smá pakka svo við gripum tækifærið og sendum honum gjöf.
Við fengum stuttan tíma til að ákveða hvað átti að vera í pakkanum (hann var ekkert að hafa hátt um það að það væri komið að útskrift) og fyrir valinu varð ullarteppi frá Geysi. Falleg, klassísk og að mínu mati tímalaus gjöf sem kemur sér vonandi vel fyrir hann.

 
Punkturinn yfir i-ið var samt pakkinn sjálfur.
Afgreiðsludaman í Geysi á Skólavörðustíg bauðst til að pakka þessu inn fyrir okkur og við þágðum það með þökkum þar sem við vorum í tímaþröng. Hún dregur þá fram gamaldags landakort og byrjar að pakka teppinu inn. Úfff, þetta er einn fallegasti pakki sem ég hef augum litið ! Verst að kortið hefur eflaust krumpast töluvert á leiðinni út svo það hefur ekki verið rammahæft eftir ferðalagið.
 
En þetta var fullkominn pakki fyrir danskann íslending sem hefur búið í DK 80% af ævinni.
 


 
 
 
(Á efstu myndinni sést glitta í lítinn spegil sem ég fann í Góða hirðinum og ætla að breyta aðeins og sýna ykkur seinna :P Er að bíða eftir þurru veðri svo ég geti mixað hann úti á stétt)

 
- Bára

This entry was posted on mánudagur, 11. nóvember 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply