Íslenskt í jólapakkann - Instaprent

Ég ætla að halda áfram að blogga um íslenskt í jólapakkann.
 
Instaprent er frekar sniðugt consept. Ég pantaði mér kodda frá þeim í vor og fæ reglulega komment á hvað hann er skemmtilegur og spurningar um hvar hægt sé að fá svona, enda hálfgert myndaalbúm í sófanum :D


Um Instaprent (tekið af heimasíðunni þeirra)

Instaprent er nýstárleg þjónusta sem gerir þér kleift að hanna fallega hluti úr þínum eigin Instagram myndum. Ferlið er einfalt. Þú velur þér vöru, skráir þig inn á Instagram og velur þínar uppáhalds Instagram myndir. 5 til 7 dögum seinna færðu póstsendingu þér að kostnaðarlausu og þá er bara að njóta. 


 
Mér fannst allt viðmót í pöntunarferlinu frekar þægilegt svo ég get vel hugsað mér að panta frá þeim aftur.
Eini gallinn við púðann er sá að það má ekki þvo hann :/ En við höfum átt okkar í meira en hálft ár og hann er enn eins og nýr svo það er kannski ekkert til að hafa áhyggjur af. 


Á síðunni er hægt er að panta: 
  • Segla á ísskáp
  • Púða
  • Límmiða
  • Ljósmyndir (nýtt)
  • Merkimiða á pakka (nýtt)
Sé vörurnar fyrir mér sem ekta gjöf fyrir ömmu og afa sem fá ekki nóg af myndum af barnabörnunum en koma ekki fleiri myndum á veggina hjá sér, eða skemmtilega gjöf fyrir vinkonurnar, aldrei leiðinlegt að eiga góðar minningar td. hangandi á ísskápnum í formi seguls... eða skemmtilega og öðruvísi merkimiða á jólapakkana í ár :)
HÉRNA er síðan þeirra www.instaprent.is og HÉRNA er facebook síðan þeirra.  
 
XoXo 
Jólaálfurinn Bára

This entry was posted on fimmtudagur, 28. nóvember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply